Andorra,

Meira . . +376

ANDORRA
.

.

Utanríkisrnt.

Andorra er 468 km² og íbúafjöldinn er u.þ.b. 72.000.  Andorra er dvergríki í austanverður Pyrenneafjöllum.  Það er lýðveldi undir stjórn franska þjóðhöfðingjans og spænska biskupsins í Urgel.  Höfuðstaðurinn er Andorra la Vella (u.þ.b. 5500 íb.).  íbúarnir lifa aðallega af sauðfjár- og geitarækt, tóbaks-, vín- og ávaxtarækt ásamt vindla- og minjagripaframleiðslu.  Ferðaþjónusta og sala á orku eru líka mikilvægar atvinnugreinar.  Sjálfstæði landsins byggðist mikið á því, hve landið var illaðgengilegt.  Íbúarnir búa við skattfrelsi.  Þegar ekið er til Andorra frá Frakklandi,er ekið eftir þjóðvegi nr. 20 upp Ariègedalinn, um La Case-skarðið (2085 m) og enn þá ofar í allt að 2.407 m hæð við Port d'Envalira með útsýni yfirlægð í fjöllunum, þar sem er fjöldi vatna.  Sendiloftnet Radio Andorra er í La Caseskarði.  Síðan liggur leiðin umdalinn Valire del Orient og um þröngtskarð Encamp í 1300 m hæð að brennisteinsböðunum í Las Escaldasí 1100 m hæð. Höfuðborgin Andorra la Vella er í 1029 m hæð og er stjórnarsetrið (casa de la Vall).

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM