Tógó meira,
Flag of Togo

ÍBÚARNIR TÖLFRĆĐI    

TÓGÓ
MEIRA

Map of Togo
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Togo skiptist í sex landfrćđilegar einingar.  Á mjórri strandlengjunni eru leirur og grunn lón (Togovatn stćrst) og lágar sandstrendur.  Ţar tekur viđ Ouatchi-sléttan, sem teygist 33 km inn í land, 60-90 m yfir sjó.  Ţarna er járnlitađur og vatnsósa jarđvegur.

Norđaustan sléttunnar er landiđ flatt og stöllótt í 390-450 m hćđ yfir sjó.  Ţar á áin Mono og ţverár hennar auk Ogou og annarra smćrri vatnsfalla upptök sín.  Vestan og suđvestan ţessa svćđis hćkkar landiđ í átt ađ Togofjöllum, sem liggja ţvert yfir Miđ-Togo frá suđsuđvestri til norđnorđausturs.  Ţau eru framhald Atakorafjalla í Benín og enda í Akwapimhćđum í Ghana. 

Baumannfjall (Agou; 986m) er hćsta fjall landsins.  Handan fjallgarđsins í norđri er sandsteinsháslétta árinnar Oti, sem er ein ađalţveráa Voltafljóts.  Lengst í norđvestri er granít og gneisssvćđi, sem liggur hćrra.  Ţar eru Dapaong (Dapango) hamrarnir.

Loftslag.  Hitabeltisloftslag ríkir í Togo.  Sunnantil er regntími frá miđjum apríl til júníloka og frá miđjum sept. til októberloka.  Mjó strandlengjan er ţurrviđrasamasti landshlutinn (890 mm á ári).  Kpalimé-svćđiđ, u.ţ.b. 107 km inni landi, er votviđrasamastur (1800 mm á ári).  Regntíminn í norđurhlutanum er á tímabilinu júní til loka sept. (1150 mm á ári).  Ţess á milli ríkir ţar ţurrviđri af völdum heitra loftstrauma frá Sahara (harmattan), sem eru oft hlađnir fínu ryki.  Međalárshitinn er á bilinu 26°C á ströndinni og 28°C uppi á norđurhásléttunni.  Daglegt lágmark er í kringum 20°C uppi í fjalllendinu í ágúst.  Daglegt hámark er 38°C í norđurhlutanum í marz og apríl í lok hins langa ţurrkatíma.

Flóra og fána.  Gresjugróđurinn er ríkjandi í landinu.  Á suđurhásléttunum vaxa stór tré (baobab) en ţau eru sjaldgćf í norđurhlutanum.  Suđvesturhálendiđ er ţakiđ hitabeltisskógum, sem teygjast niđur í árdali.  Á ströndinni eru ţéttir lundir fenjatrjáa og reyrmýrar.

Fjöldi villtra dýra er takmarkađur, einkum í suđur- og miđhlutum landsins.  Í norđurhlutanum eru nokkur ljón, hlébarđar og fílar.  Apar, snákar og eđlur eru útbreiddar tegundir og krókódílar og flóđhestar eru víđa í ám og vötnum.  Á Keran-verndarsvćđinu í grennd viđ Sansanné-Mango í norđurhlutanum eru villtar hjarđir vísunda, asna, vörtusvína, antilópna og dádýra.  Fjöldi fugla- og skordýrategunda finnst um allt land.  Međal fisktegunda, sem eru veiddar fyrir ströndinni, eru makríll, bassi, skata og koli auk rćkju og humars.

 TIL BAKA     Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM