Tógó íbúarnir,
Flag of Togo


TÓGÓ
ÍBÚARNIR

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Flestir íbúanna búa í litlum, dreifðum þorpum í sveitum landsins.  Á ströndinni eru ferhyrnd hús úr leir eða timbri með tvöföldu strá- eða laufþaki algeng sjón.  Inni í landi sunnantil eru ferhyrnd hús úr sólþurrkuðum múrsteini með stráþaki byggð umhverfis há tré og umhverfis þau eru moldargarðar eða skíðisgarðar úr pálmalaufi.  Í norðurhlutanum eru hin hefðbundu hús hringlaga með keilulaga stráþökum.  Þau standa oftast í þyrpingu fyrir hverja fjölskyldu, oft umkringd moldargörðum og stundum tengd innbyrðis.  Á Kara-svæðinu í norðri standa þorpin þétt meðfram þjóðvegum eða í hlíðum hinna fjöldamörgu hæða.

Íbúum landsins má skipta í 30 þjóðflokka.  Margir þeirra eru innflytjendur frá öðrum hlutum Vestur-Afríku.  Innfæddir þjóðflokkar búa í Norður- og Suðvestur-Togo.  Aðrir eru m.a. gur-mælandi Voltamenn (gurma, natemba, Dye, bu-bankam, bu-kombong og konkomba, tamberma, basari, moba, naudemba, kabre, logba, namba, lítill hópur vesturafrískumælandi Fulani og kebu).  Í suðvesturhlutanum eru kwamenn, sem eru skyldir togomönnum í miðhlutanum (akposo, adele og ahlo).

Innflytendurnir komu úr austri, vestri og norðri.  Ewe-fólkið, sem kom frá Nígeríu milli 14. og 16. aldar er fjölmennasti þjóðflokkur landsins.  Einnig er talsvert um dreifðar byggðir anamanna af yorubakyni, ga-adangme-, kpelle-, anyana-, chakossi- og dagombamanna.  Tem-, guma- og mossifólkið kom úr norðri, aðallega frá svæðum í Burkina Faso.

Flestir, sem eru ekki af afrískum uppruna (Frakkar), búa í Lomé.  Meðal þeirra eru nokkrir kynblendingar innfæddra, Brasilíumanna, Þjóðverja og Frakka.  Brasilíumenn af portúgölsku kyni eru komnir af fyrstu erlendu kaupmönnunum í landinu og nú eru kynblendingar af þeirra kyni framarlega í stjórnmála- og viðskiptalífinu.

Kristni er allútbreidd en samt hallast meira en helmingur landsmanna að andatrú og í suðurhlutanum eru margir fylgjendur vúdú.  Aðaltrúfélag kalvínista hefur löngum verið undir stjórn hófsamra Togomanna.  Allt frá því að sjálfstæði fékkst hefur erkibiskup verið æðsti embættismaður katólsku kirkjunnar.  Hluti íbúanna er múslimar.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM