Sao
Tome og Principe er ríki á miðbaug við Guineaflóa í Mið-Afríku,
1001 km² að flatarmáli. Þetta
eru tvær aðaleyjar og fjöldi smáeyja og hólma.
Sao
Tomé-eyja er ávöl í laginu, u.þ.b. 49 km löng og 860 km².
Höfuðborgin Sao Tomé-borg er á norðausturenda eyjarinnar.
Principe-eyja er u.þ.b. 150 km norðaustar. Hún er mun minni, 16 km löng og 142 km², og strandlengja
hennar er mun óreglulegri. Næsti
nágrenni landsins er Gabon og Miðbaugsgínea á Atlantshafsströnd Mið-Afríku. |