São
Tomé er höfuðborg eyríkisins São Tomé og Principe í Vestur-Afríku á
norðausturströnd São Tomé-eyjar í Atlantshafi. Hún er aðalhafnarborgin
og um hana er mikið flutt út af kakói, þurrkuðum kókoskjörnum og banönum.
Í borginni er svolítið framleitt af sápu, drykkjarvörum og flísum.
Skammt utan borgarinnar er millilandaflugvöllur. Áætlaður íbúafjöldi
1984 var 35 þúsund. |