Ogoja er borg við
þjóðveginn frá Abakaliki í Krossárfylki í suðausturhluta Nígeríu. Hún
er stór miðstöð verzlunar með kartöflur, cassava, maís, hrísgrjón,
pálmaolíu og kjarna og kólahnetur. Flestir íbúarnir eru af Ekoi-kyni.
Ogoja er stjórnsýslumiðstöð og setur kennaraskóla, framhaldsskóla og
nokkurra sjúkrahúsa og heilsugæzlustöðva. Áætlaður íbúafjöldi 1982 var
rúmlega 22 þúsund. |