Namibía meira,

ÍBÚARNIR TÖLFRÆÐI    

NAMIBÍA
MEIRA

Map of Namibia
.

.

Utanríkisrnt.

SENDIRÁÐ og  RÆÐISMENN

Booking.com

Einu sírennandi árnar í landinu eru Kunene, Okavango (Cubango), Mashi (Kwando) og Sambesi á norðurmörkunum og Orangeáin á suðurmörkunum.  Eina tiltölulega greiðfæra leiðin inn í landi er hluti norðurmarkanna og yfir Orangeána í suðri.  Namib-eyðimörkin meðfram ströndinni, hættuleg rif og sker úti fyrir ströndinni (Beinagrindaströndinni), eyðimörkin meðfram Orangeánni og þurr Kalahari-eyðimörkin í austri eru ástæðurnar fyrir því, hve seint landið var uppgötvað og numið.

Landið er næstum ferhyrnt í lögun, 965 km langt og 480 til 725 km breitt.  Austurendinn er mjórri og kallaður Caprivi-beltið vegna þess, að Þjóðverjar héldu að aðgangurinn að Sambesifljóti væri leiðin að Indlandshafi, þrátt fyrir Viktoríufossana á leiðinni.  Eftir 106 ára yfirráð Þjóðverja og Suðurafríkumanna fékk landið sjálfstæði 21. marz 1990 og fjölflokka lýðræði var stofnað.  Höfuðborg landsins er Windhoek.

Landinu er skipt í þrjár landslagsheildir frá vestri til austurs:  Namib-strandeyðimörkina, Miðhásléttuna og Kalahari-eyðimörkina.  Hluti landsins er grýttur og miðhlutinn þakinn sandöldum.  Flóra og fána landsins eru flókin fyrirbæri.  Gróður er lítill og viðkvæmur og landið er ekki fallið til beitar eða ræktunar.  Í landinu finnast demantar, sem hafa líklega skolast niður af Basotho-hálendinu með Orangeánni, og úran við Oranjemund í suðurhlutanum og við Arandis í miðhlutanum.  Namib-eyðimörkin er 80-130 km breið.  Hún nær norður til Kaokoveld-fjalla, sem teygjast til sjávar.

Miðhásléttan (975-1980m) er landbúnaðarsvæði landsins.  Norðurmörkin eru árdalir Kunene og Okavango og Orangeáin í suðri.  Þarna eru aðallega stepper og runnagróður og nokkrar skógarpjötlur í norðurhlutanum.  Landslagið er hæðótt á köflum og svo taka við giljótt fjöll (Fish River Canyon).  Víða eru litlar saltsléttur (Etosha Pan).  Brandfjall (2574m), hæsta fjall landsins, er á vesturjaðri hásléttunnar.  Austantil hallar landinu smám saman niður á við og steppurnar hverfa í Kalahari-eyðimörkinni.

Eins og sagt er hér að framan er einungis sírennsli í landamæraánum.  Árnar Swakop og Kuiseb eiga upptök á hásléttunni, renna niður brúnir þess og hverfa í Namib-eyðimörkinni, nema þegar sjaldgæf flóð verða og þær renna til sjávar við Swakopmund og í Walvis-flóa.  Fiskiá kemur upp á miðhásléttunni og rennur árstíðabundið til Orangeárinnar.  Fjöldi minni vatnsfalla á upptök sín þarna uppi og hverfur á leiðinni að Namib- eða Kalaharieyðimörkunum.

Namibía er á suðurjaðri hitabeltisins og þar gætir árstíða.  Benguelastraumurinn, sem er auðugur af fiski, kælir loftið í strandhéruðunum, þar sem meðalúrkoman er innan við 1300 mm á ári.  Á miðhásléttunni og í Kalaharieyðimörkinni er mikill munur milli hita dags og nætur (30°C) á sumrin en minni á veturna (10°C).  Í Windhoek á hásléttunni er meðalhitinn í desember 24°C og mesti meðalhiti 31°C.  Í júlí eru þessi meðalgildi 13°C og 20°C.  Rakastigið er oftast lágt og úrkoman eykst frá 250 mm í suður- og vesturhlutum hásléttunnar í 500 mm í miðnorðurhlutanum og rúmlega 600 mm uppi Otavifjöllum og í Caprivi-beltinu.  Úrkoman er mjög mismunandi mikil og áralöng þurrkatímabil eru algeng.  Í norðurhlutanum og nærliggjandi fjalllendi er grunnvatnið mikilvægt og örlítið stöðugra en úrkoman.  Í Kalahari er úrkoman ekki svo frábrugðin því, sem gerist á hásléttunni en minna er um grunnvatn í norðanverðu Karstveld og á afmörkuðum lindasvæðum.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM