Miðafríkulýðveldið
er landlukt ríki í miðri Afríku, 622.436 km² að flatarmáli.
Norðan landamæranna er Chad, Súdan í norðri og austri, Kongó
(Kinshasa) og Kongó (Brazzaville) í suðri og Kamerún í vestri.
Höfuðborgin Bangui er á suðurlandamærunum við Ubangi, þverá
Kongófljótsins. Þetta stóra
land er að mestu stór og öldótt slétta í 610-760 metra hæð yfir sjó,
sem myndar vatnaskil milli Chad-vatns og Kongófljótsins.
Þverár Chari-árinnar liðast um nyrzta þriðjung landsins.
Vatnið frá hinum tveimur rennur í suðurátt til Ubangi-árinnar,
sem myndar suðurlandamæri landsins við Kongó (Kinshasa).
Sléttan
mikla hækkar smám saman til norðausturs að Bongosfjöllum, sem rísa
upp í 1400 m hæð yfir sjó á Toussoro-fjalli, og í áttina að
Tondoufjöllum í austri.
Yadefjöllin
gnæfa yfir sléttunni norðvestanverðri og þar er Ngaouifjall hæst
(1500m). Í vesturátt ber hæst
Karrefjöll (1200m), sem eru úr graníti og hallast niður að
sandsteinssléttu til austurs. Í
norðurátt ber mest á Dar Challafjöllum, sem rísa hæst á Tingafjalli
í 1348 m á landamærunum að Súdan.
Suðausturhluti sléttunnar er sundur skorin af árfarvegum. |