Ubangiáin er aðalþverá Kongófljótsins. Hún fær vatn frá ánum Uele og
Bomu við Yakoma í Norður-Kongó. Rennslisstefnan er að mestu norðvestlæg
og hún myndar landamærin að Lýðveldinu Kongó á kafla. Unbangiáin, sem
er u.þ.b. 660 km löng, hverfur til Kongófljóts í grennd við Tumbavatn í
norðvesturhluta Kongó. Áin er skiptgeng á 600 km kafla frá ármótum
Kongófljóts upp að Bangui, höfuðborg Miðafríkulýðveldisins. |