Marokkó stjórnsýslan,


Ferđir međ Simo frá Marrakesh!


MAROKKÓ
STJÓRNSÝSLAN

.

.

Utanríkisrnt.

 

Samkvćmt stjórnarskránni frá 1992 skiptast völdin í landinu milli erfđaleiđtogans og kjörins ţings.  Ţrátt fyrir stjórnarskrána, ţingiđ og virka stjórnarandstöđu, hefur konungurinn meira pólitískt vald en flestir konungar í öđrum ríkjum.  Hann hefur pólitískt úrslitavald, kynnir ný lög, skipar og leysir upp ríkisstjórnir, getur leyst upp ţingiđ og getur stjórnađ međ tilskipunum hvenćr, sem honum ţóknast.  Hlutverk konungsins hefur valdiđ miklum deilum og gagnrýni.  Allt frá miđjum tíunda áratugnum hefur síaukinn ţrýstingur frá andstöđuhópum innanlands og gagnrýnendum erlendis orđiđ til pólitískra umrćđna um aukiđ lýđrćđi, aukin völd ţingsins og forsćtisráđherrans, aukna ţátttöku í stjórnmálalífinu og takmörkun valda konungs til ađ hafa áhrif á stjórnmál.

Áriđ 1996 voru talsverđar umbćtur samţykktar og annarri deild bćtt viđ ţingiđ, ţannig ađ ţađ starfar nú í tveimur deildum.  Í efri deild sitja 270 ţingmenn og í hinni neđri 325.  Kosiđ er til neđri deildar í beinum kosningum en bćjar- og sveitarstjórnir og verkalýđsfélögin kjósa til efri deildar.  Ţingkosningarnar 1997 mörkuđu ţáttaskil í stjórnmálum landsins.  Sósíalistar, ţjóđernissinnar og vinstri flokkar sameinuđust í Lýđrćđisflokki, sem fékk meirihluta ţingmanna og myndađi fyrstu andstöđustjórn um árabil og veitti nýjum og öflugum straumum inn í stađnađ kerfi.

Innanríkisráđuneytiđ og yfirvöld öryggismála (herinn, lögreglan og varaliđar hersins) eru valdamikil í landinu.  Hópar kenndir viđ islam eru virkir í stjórnmálum og valda stjórnvöldum stöđugum áhyggjum.  Hógvćrustu samtök múslima sameinuđust og fengu ţingsćti í kosningunum 1997 en róttćk samtök byggja styrk sinn á háskólastúdentum og atvinnulausu, ungu fólki.

Stjórn landsins skiptist í ţrennt og öll ţrjú stjónsýslusviđin eru undir stjórn innanríkisráđuneytisins.  Efst tróna 49 héruđ (wilayat) og borgir (‘amalat), sem lúta yfirstjórn konungsskipađra landstjóra.  Nćsta stjórnsýslusviđiđ er sýslurnar (gadawat) og sveitarfélögin, sem lúta stjórn sýslu- og sveitarstjórna.  Ţriđja stjórnsýslusviđiđ er hrepparnir og sjálstćđar borgir, sem lúta stjórn oddvita (ga’ids) og borgarstjóra (pashas).  Lágt settir embćttismenn fá skipunarbréf frá ráđuneytinu eđa landstjórunum.  Hvert stjórnsýslusviđ hefur kosna fulltrúa, sem taka ţátt í ákvörđunum um hin ýmsu málefni, s.s. framkvćmdir og gerđ frjárlaga.  Í lok tíunda áratugarins stefndi ríkisstjórnin ađ ţví ađ fela héruđunum og sýslunum meiri völd í hendur.

Dómsvaldiđ.  Kóraninn er ađ nafninu til lög landsins.  Dómarar (gadis) nota hann í málum, sem snerta stöđu múslima, međ ţví ađ túlka hann og framfylgja trúarlegum lögum islam.  Rabbínar beita sömu ađferđum í málum gyđinga.  Almenn lög, sem eru byggđ á frönskum gildum, ná til allra á veraldlegum vettvangi.  Ćđsti dómstóllinn er hćstiréttur, sem hefur líka yfirumsjón međ réttarkerfinu.  Konungurinn skipar alla dómara og ţeir starfa undir stjórn dómsmálaráđuneytisins.  Stöđugt er barizt fyrir umbótum í réttarkerfi landsins.  Marokkóskar konur hafa lengi barizt fyrir umbótum á lögum um persónulega stöđu og fjölskyldur (mudawwana) til ađ draga úr misrétti til erfđa, hjónaskilnađa og öđrum ţáttum, sem skapa misrétti.

Menntamál.  Fjárlög landsins gera ráđ fyrir, ađ fimmtungur gjalda renni til menntamála.  Stór hluti ţessa fjár rennur til skólabygginga til ađ skapa ađstöđu fyrir síaukinn fjölda nemenda (u.ţ.b. 40% landsmanna eru yngri en 15 ára).  Börn á aldrinum 7-13 ára eru skólaskyld.  Í borgunum sćkir meirihluti barna skóla en ţeim fćkkar ađ međaltali í landinu öllu.  Í borgunum sćkja 75% drengja á skólaaldri skóla en ađeins helmingur stúlkna.  Í dreifbýlinu eru ţessi hlutföll mun lćgri.  Tćplega helminur barnanna sćkir framhaldsnám og ađeins lítill hluti nýtur ćđri menntunar.  Léleg skólasókn, einkum í dreifbýlinu, veldur stöđugu ólćsi hjá helmingi ţjóđarinnar.

Háskólar landsins eru vel á fimmta tuginn.  Ćđri menntastofnanir og listaskólar eru í borgum um allt landiđ.  Helztar ţessara stofnana eru Muhammad V-háskólinn í Rabat (stćrsti háskóli landsins međ deildir í Casablanca og Fez), Hassan II-landbúnađar- og dýralćknaháskólinn í Rabat (stundar einnig félagslegar rannsóknir) og al-Akhawayn-háskólinn í Ifrane (fyrsti enskumćlandi háskólinn í Norđur-Afríku; 1995), sem var stofnađur fyrir framlög frá Sádi-Arabíu og BNA.

Heilbrigđis- og velferđarmál.  Fjöldi lćkna og starfsfólks í heilsugćzlu er nokkuđ viđunandi.  Ríkiđ hefur lagt áherzlu á fyrirbyggjandi lćknisţjónustu međ ţví ađ fjölga heilsugćzlustöđvum og sjúkrahúsum.  Rúmlega helmingur íbúa dreifbýlisins nýtur ekki ţessarar ađstöđu og lítill hluti borgar- og ţéttbýlisbúa nýtur ađgangs ađ ómenguđu drykkjarvatni.  Barnadauđi er mikill og a.m.k. ţriđjungur ţjóđarinnar býr viđ nćringarskort.  Margir sjúkdómar, s.s. lifrarbólga, eru landlćgir og ormaveiki (bilharziasis) hefur breiđzt út međ auknum áveitum.

 TIL BAKA     Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM