Marokkó sagan I,

SAGAN II      

MAROKKÓ
SAGAN
I
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Marokkó er í norđvesturhorni Afríku og sést frá Spánarströnd í góđu skyggni.  Landiđ hefur veriđ deigla evrópskra, arabískra og afrískra menningarheima á sögulegum tíma.  Fyrrum reikuđu hirđingjar af berbakyni um landiđ og margir ţeirra tóku kristni eđa ađhylltust gyđingatrú, ţegar Rómverjar höfđu skamma viđkomu í landi ţeirra.  Síđla á 7. öld ruddust arabar inn í landiđ úr austri og fluttu međ sér islam, sem varđ ađ hluta menningar berba.  Á 12. og 13. öld náđu sunnítar yfirhöndinni, ţegar hin volduga höfđingjaćtt Almohad var viđ völd.  Ţegar kristnir menn náđu aftur fótfestu á Spáni á síđmiđöldum, flykktust flóttamenn, bćđi múslimar og gyđingar, ţađan til Marokkó og  fluttu međ sér spćnsk áhrif.  Evrópumönnum tókst ekki ađ ná fótfestu í landinu nema á fáum, afskekktum svćđum á ströndinni.  Á 16. öld reyndu

Ottómanar ađ gera landiđ ađ hluta heimsveldis síns en tókst ţađ ekki.  Marokkó var eina arabalandiđ, sem Ottómanar náđu ekki undir sig.  Áriđ 1578 börđust ţrír konungar viđ Ksar el-Kebir (Alcazarquivir), ţar á međal Sebastian, konungur Portúgals, og féllu.  Ţessi úrslitaorrusta, sem endađi međ sigri Marokkómanna, kom í veg fyrir frekari tilraunir Evrópumanna til landvinninga í Marokkó nćstu ţrjár aldirnar.  Alawite-höfđingjaćtt
Sharifs komst til valda á 17.öld og ríkir enn ţá.  Ţessi ćtt efldi verzlun og menningartengsl viđ löndin sunnan Sahara, Evrópu og arabalönd, ţótt oft lćgi viđ átökum milli múslima og kristinna manna.

Á síđari hluta 17. aldar hafđi ţjóđin áunniđ sér menningarlegt og stjórnmálalegt yfirbragđ múslimsks konungsríkis.  Ađ baki ímyndarinnar um voldugan soldán var Moulay Isma’il (1672-1727), sem hélt her ţrćla til ađ bćla niđur andstöđu í landinu öllu og kom á fót styrkri stjórn á ţeim grundvelli.  Síđari soldánar nýttu ađstöđu sína sem trúarleiđtogar til ađ jafna deildur ćttbálka.  Síđla á 18. öld og fyrri hluta hinnar 19. einangrađist landiđ á međan Evrópubúar höfđu nóg ađ gera í byltingum og stríđum.

Soldáninn í Marokkó, Moulay Abd ar-Rahman (1822-59), sendi hersveitir til ađ leggja Tlemcen undir sig, ţegar Frakkar réđust inn í Alsír 1830, en Frakkar mótmćltu og hann dró ţćr til baka.  Abdelkader, leiđtogi Alsír flúđi til Marokkó áriđ 1844.  Marokkóskur her var sendur ađ landamćrunum og Frakkar gerđu árásir á Tangier 4. ágúst 1844 og Essaouira 15. ágúst.  Hinn 14. ágúst var marokkóski herinn gjörsigrađur viđ Isly í grennd viđ landamćraborgina Ouida.  Soldáninn varđ ađ lofa ađ fangelsa Abdelkader eđa reka hann úr landi, ef hann léti sjá sig aftur í landinu.  Tveimur árum síđar hraktist Abdelkader aftur inn í Marokkó.  Ţar réđist marokkóskur her á hann og neyddi hann til ađ gefa sig Frökkum á vald.

Strax ađ Abd ar-Rahman látnum áriđ 1859 reis upp deila viđ Spánverja um landamćri spćnsku nýlendunnar Ceuta og loks lýstu Marokkómenn yfir stríđi viđ Spán, sem lagđi undir sig Tétougan nćsta ár.  Marokkómenn urđu ađ kaupa sér friđ međ 20 milljónum dollara, stćkkun nýlendunnar Ceuta og afhendingu Ifni til Spánverja.

Nýi soldáninn, Sidi Muhammad, reyndi međ litlum árangri ađ hressa upp á herinn.  Ţegar hann dó áriđ 1873, tók sonur hans, Moulay Hassan I, viđ og átti fullt í fangi međ ađ berjast fyrir sjálstćđi landsins.  Hassan I dó 1894 og herbergisţjónn hans ríkti í nafni ófullveđja sonar hans, Abd al-Aziz til 1901, ţegar hann tók viđ völdum.

Abd al-Aziz safnađi ađ sér evrópskum vinum og samdi sig ađ siđum ţeirra viđ mikla hneykslan ţegna sinna, einkum trúarleiđtoganna.  Hann reyndi ađ koma á skattlagningu landeigna en misheppnađist gjörsamlega vegna skorts á embćttismönnum til ađ fylgja ţeim eftir.  Almenn óánćgja og uppreisnir ćttbálka urđu algengari og Bu Hmara, kom sér upp hirđ í grennd viđ Melilla.  Evrópuríki sáu sér leik á borđi og juku áhrif sín í landinu.  Áriđ 1904 gáfu Bretar Frökkum frjálsar hendur í landinu gegn afskiptaleysis ţeirra í Egyptalandi.  Spánverjar samţykktu ţessa tilhögun međ ţví skilyrđi ađ norđurhluti landsins yrđi spćnskt áhrifasvćđi.  Frakkar komust ađ samkomulagi viđ Ítala međ ţví ađ skipta sér ekki af áćtlunum ţeirra varđandi Lýbíu.  Ţegar ţessum málamiđlunum var lokiđ, hittu vestrćnir sendimenn fulltrúa Marokkó í Algeciras á Spáni 1906 til ađ rćđa framtíđ landsins.

Ráđstefnan í Algeciras stađfesti stjórn soldánsins en leyfđi Spánverjum og Frökkum ađ annast löggćzlu í höfnum landsins og innheimtu tolla.  Árin 1907-08 leiddi bróđir soldánsins, Moulay Abd al-Hafid, uppreisn gegn honum frá Marrakesh vegna samstarfs hans viđ Evrópuríkin.  Abd al-Aziz flúđi til Tangier.  Abd al-Hafid gerđi misheppnađa árás á Frakka, sem höfđu lagt Casablanca undir sig, áđur en hann hélt áfram til Fez, ţar sem hann var gerđur ađ soldáni og fékk viđurkenningu Evrópuríkja áriđ 1909.

Nýi soldáninn var ófćr um ađ stjórna landinu.  Óreiđan jókst ţar til hann neyddist til ađ leita til Frakka um björgun úr umsátri í Fez.  Hann neyddist síđan til ađ undirrita sáttmála, sem var saminn í Fez (30. marz 1912), og gerđi Marokkó ađ frönsku verndarsvćđi.  Frakkar tryggđu stöđu soldánsins og erfđarétt afkomenda hans í stađinn.  Einnig var kröfum Spánverja um sérstöđu í norđurhlutanum mćtt.  Tangier fékk sjálfstjórn.


Nýlendutíminn 1912-56.  Frakkar höfđu reynslu af stjórnun verndarsvćđa í Alsír og Túnis og höfđu hiđ síđarnefnda sem fyrirmynd ađ stefnunni í Marokkó.  Meginmunurinn lá í fyrri heimsstyrjöldinni, sem breytti afsöđunni til nýlenduhalds og Marokkó hafđi aldrei lotiđ erlendri stjórn, ţótt verulegra áhrifa hafi gćtt ţar frá Spáni, ţegar márar réđu ţar ríkjum.  Ţessar ađstćđur og nálćgđin viđ Spán efldu tengslin milli landanna tveggja.

Marokkó var líka sérstćtt međal ríkja í Norđur-Afríku vegna ađgangsins ađ Atlantshafinu og réttinum sem ýmsum ţjóđum var tryggđur ţar međ samningnum í Algeciras og diplómatískum forréttindunum, sem ţćr höfđu áunniđ sér í Tangier.  Ţví voru norđurhluti landsins međ ströndunum ađ Atlantshafi og Miđjarđarhafi og suđvesturhlutinn, sem lá ađ Spćnsku-Sahara, ekki undir stjórn Frakka, heldur álitnir spćansk verndarsvćđi.  Í franska hlutanum var sýndarvöldum soldánsins haldiđ viđ.  Ţar stjórnađi í raun franski hershöfđinginn og var einungis ábyrgđur gagnvart frönsku ríkisstjórninni.  Soldáninn varđ ađ koma sínum málum fram međ ađstođ framskra embćttismanna.  Lítilfjörlegt hlutverk ríkisstjórnar landsins sést bezt á ţví, ađ stórvésírinn Muhammad al-Mogri gegndi ţví embćtti 1912 og líka 44 árum síđar, ţegar landiđ fékk sjálfstćđi og hann var orđinn rúmlega 100 ára.  Borgaralegir embćttismenn stjórnuđu héruđunum en Fez hafđi sérstöđu, ţví ţar stjórnađi hershöfđingi.  Í suđurhlutanum fengu nokkrir ćttbálkar berba frjálsari hendur og afskipti Frakka ţar voru í lágmarki.

SAGAN II

 TIL BAKA     Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM