Marokkó menningarlífiđ,


Ferđir međ Simo frá Marrakesh!


MAROKKÓ
MENNINGARLÍFIĐ

.

.

Utanríkisrnt.

 

Listir.  Arabíska er opinber tunga Marokkómanna.  Franska og spćnska eru talađar víđa um land og enska ryđur sér til rúms.  Mikill almennur áhugi fyrir endurvakningu menningar berba hefur leitt til stofnana félaga, sem hvetja til upprifjunar ţessara gömlu siđa og hefđa.

Útgáfa ritverka og fjölbreytni ţeirra hefur aukizt.  Auk hefđbundinna verka, ljóđagerđar, ritgerđa og sögulegra verka, gćtir áhrifa frá Miđausturlöndum og Vesturálfu.  Flest verk, sem snerta félagsmál og náttúruvísindi, eru gefin út á frönsku en arabíska er algengari í verkum yngri kynslóđarinnar.  Bókmenntaleg verk eru gefin út á báđum tungum.  Rithöfundar landsins, s.s. Tahar Ben Jelloun, Mohammed Choukri, Driss Chraibi, Abdallah Laroui, Abdelfattah Kilito og Fatima Mernissi, gefa verk sín út á báđum tungumálunum.  Sköpun á sviđi málara- og höggmyndalistar, popptónlistar, áhugaleikhúsa og kvikmynda hefur blómstrađ.  Á sumrin eru haldnar margs konar ţjóđlegar hátíđir um allt land á sviđum lista og tónlistar (Heilaga tónlistarhátíđin í Fez).


Daglegt líf í landinu snýst enn ţá ađ mestu um heimiliđ og fjölskylduna.  Götukaffihús eru vinsćl međal karlmanna.  Ţar geta ţeir m.a. horft á knattspyrnuleiki í sjónvarpinu.  Í stórborgunum býđst fjölbreytt afţreying, s.s. kvikmyndahús, veitingastađir og nútímaverzlanir viđ breiđgöturnar eđa ţröngar og bugđóttar götunar í gömlu borgarhlutunum eđa markađir.  Víđa á langri strönd landsins eru bađstrendur.  Sumar ţeirra eru í einkaeign en flestar eru ţó opnar almenningi.  Um helgar fara fjölskyldur oft á ströndina til ađ synda og stunda ađrar íţróttir.

Afţreying.  Fyrrum voru hestaíţróttir vinsćlastar međal áhorfenda en evrópskar íţróttir hafa vinninginn nú.  Knattspyrna, póló, sund og tennis ruddu sér til rúms í lok 19. aldar.  Knattspyrnan er vinsćlasta áhorfendaíţróttin og ungt fólk í borgunum stundar hana af kappi.  Áriđ 1970 varđ Marokkó fyrsta Afríkulandiđ til ađ taka ţátt í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu.  Á Ólympuleikunum 1984 unnu tveir Marokkómenn gullverđlaun í frjálsum íţróttum.  Annar ţessara keppenda var fyrsta múslimska konan, sem bar sigur úr býtum á Ólympíuleikum.  Tennis og golf hafa líka áunniđ sér vinsćldir.  Nokkrir keppendur frá Marokkó hafa tekiđ ţátt í alţjóđlegum keppnum og ţeir unnu sér fyrsta Davíđsbikarinn áriđ 1999.  Konungsfjölskyldan er mjög áhugasöm um ţessa íţrótt.

Fjölmiđlar.  Ríkisfjölmiđlarnir, útvarp og sjónvarp (Radiodiffusion, TRM Télevision Marocaine), ná til allra landsmanna.  Útvarpađ er á arabísku, frönsku, berbamáli, spćnsku og ensku en sjónvarpađ á arabísku, berbamáli og frönsku.  Einkasjónvarpsstöđvar eru í Casablanca og útvarpsstöđvar í Tangier.  Áriđ 1996 var söludeild ríkissímafélagsins einkavćdd međ lögum en ríkiđ á fasteignir og kerfi ţess.  Gervihnattadiskar eru víđa á húsţökum, jafnvel í fátćkrahverfunum.  Nettengingum fjölgar stöđugt og allar ađalstofnanir landsins eru tengdar.  Víđa eru netkaffistađir, ţar sem hćgt er ađ komast í tengingu viđ umheiminn.

Dagblöđ eru u.ţ.b. 12 talsins.  Ţau eru gefin út á arabísku og frönsku í Rabat, Casablanca og Tangier.  Flest ţeirra eru málgögn stjórnmálaflokka og hin annađhvort ríkisrekin eđa hlynnt ríkisstjórninni.  Tímarit af ýmsum gerđum eru algeng.  Mikiđ ólćsi í landinu geriđ ţađ ađ verkum, ađ lesendafjöldi er mjög takmarkađur og sjónvarpiđ er ađalfjölmiđillinn fyrir fjöldann.

 TIL BAKA     Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM