Listir.
Arabíska er opinber tunga Marokkómanna. Franska og spænska eru talaðar víða um land og enska ryður
sér til rúms. Mikill
almennur áhugi fyrir endurvakningu menningar berba hefur leitt til
stofnana félaga, sem hvetja til upprifjunar þessara gömlu siða og
hefða.
Útgáfa
ritverka og fjölbreytni þeirra hefur aukizt.
Auk hefðbundinna verka, ljóðagerðar, ritgerða og sögulegra
verka, gætir áhrifa frá Miðausturlöndum og Vesturálfu.
Flest verk, sem snerta félagsmál og náttúruvísindi, eru
gefin út á frönsku en arabíska er algengari í verkum yngri kynslóðarinnar.
Bókmenntaleg verk eru gefin út á báðum tungum. Rithöfundar landsins, s.s. Tahar Ben Jelloun, Mohammed
Choukri, Driss Chraibi, Abdallah Laroui, Abdelfattah Kilito og Fatima
Mernissi, gefa verk sín út á báðum tungumálunum.
Sköpun á sviði málara- og höggmyndalistar, popptónlistar,
áhugaleikhúsa og kvikmynda hefur blómstrað.
Á sumrin eru haldnar margs konar þjóðlegar hátíðir um allt
land á sviðum lista og tónlistar (Heilaga tónlistarhátíðin í
Fez).
Daglegt
líf
í
landinu snýst enn þá að mestu um heimilið og fjölskylduna. Götukaffihús eru vinsæl meðal karlmanna.
Þar geta þeir m.a. horft á knattspyrnuleiki í sjónvarpinu.
Í stórborgunum býðst fjölbreytt afþreying, s.s. kvikmyndahús,
veitingastaðir og nútímaverzlanir við breiðgöturnar eða þröngar
og bugðóttar götunar í gömlu borgarhlutunum eða markaðir.
Víða á langri strönd landsins eru baðstrendur.
Sumar þeirra eru í einkaeign en flestar eru þó opnar
almenningi. Um helgar fara
fjölskyldur oft á ströndina til að synda og stunda aðrar íþróttir.
Afþreying.
Fyrrum voru hestaíþróttir vinsælastar meðal áhorfenda en
evrópskar íþróttir hafa vinninginn nú.
Knattspyrna, póló, sund og tennis ruddu sér til rúms í lok
19. aldar. Knattspyrnan er
vinsælasta áhorfendaíþróttin og ungt fólk í borgunum stundar hana
af kappi. Árið 1970 varð
Marokkó fyrsta Afríkulandið til að taka þátt í
heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu.
Á Ólympuleikunum 1984 unnu tveir Marokkómenn gullverðlaun í
frjálsum íþróttum. Annar þessara keppenda var fyrsta múslimska konan, sem bar
sigur úr býtum á Ólympíuleikum.
Tennis og golf hafa líka áunnið sér vinsældir.
Nokkrir keppendur frá Marokkó hafa tekið þátt í alþjóðlegum
keppnum og þeir unnu sér fyrsta Davíðsbikarinn árið 1999.
Konungsfjölskyldan er mjög áhugasöm um þessa íþrótt.
Fjölmiðlar.
Ríkisfjölmiðlarnir, útvarp og sjónvarp (Radiodiffusion, TRM
Télevision Marocaine), ná til allra landsmanna.
Útvarpað er á arabísku, frönsku, berbamáli, spænsku og
ensku en sjónvarpað á arabísku, berbamáli og frönsku.
Einkasjónvarpsstöðvar eru í Casablanca og útvarpsstöðvar
í Tangier. Árið 1996 var
söludeild ríkissímafélagsins einkavædd með lögum en ríkið á
fasteignir og kerfi þess. Gervihnattadiskar
eru víða á húsþökum, jafnvel í fátækrahverfunum.
Nettengingum fjölgar stöðugt og allar aðalstofnanir landsins
eru tengdar. Víða eru
netkaffistaðir, þar sem hægt er að komast í tengingu við
umheiminn.
Dagblöð
eru u.þ.b. 12 talsins. Þau
eru gefin út á arabísku og frönsku í Rabat, Casablanca og Tangier.
Flest þeirra eru málgögn stjórnmálaflokka og hin annaðhvort
ríkisrekin eða hlynnt ríkisstjórninni. Tímarit af ýmsum gerðum eru algeng. Mikið ólæsi í landinu gerið það að verkum, að
lesendafjöldi er mjög takmarkaður og sjónvarpið er aðalfjölmiðillinn
fyrir fjöldann. |