Marokkó íbúarnir,


Ferðir með Simo frá Marrakesh!


MAROKKÓ
ÍBÚARNIR

.

.

Utanríkisrnt.

 

Búseta í landinu er háð skilyrðunum á strandláglendinu, hásléttum Rif- og Atlasfjalla og í eyðimörkinni austan og sunnan Atlasfjalla.

Á strandsléttunum og hásléttunum búa u.þ.b. 75% íbúanna.  Þar eru flestar borgirnar og mestur hluti landbúnaðarstarfseminnar.  Þarna hafa bændur með fasta búsetu og hálfgerðir hirðingjar búið öldum saman.  Flestir íbúar strjálbýlisins búa í byggðakjörnum í teningslöguðum, einnar hæðar húsum úr sólþurrkuðum múrsteini eða moldarkofum.  Þarna er aðallega stunduð kornrækt (hveiti og bygg á veturna; græmeti á sumrin) og kvikfjárræktin er aukabúgrein.

Fimmtungur þjóðarinnar býr uppi í hlíðum Rif- og Atlasfjalla, þar sem menning berba ríkir.  Staðarval þorpanna ber það greinilega með sér, að þau voru byggð á stöðum, sem voru góðir til varnar árásum, s.s. efst á hæðum eða í hlíðum.  Húsin, sem eru stundum nokkurra hæða há, eru byggð þétt saman.  Þau eru byggð úr steini, sólþurrkuðum múrsteini eða mold.  Þarna uppi í fjöllum er lítið um lárétt land til landbúnaðar, þannig að bændur hafa lagt mikla vinnu í gerð stalla í hlíðunum til ræktunar byggs á veturna og maís og fersks grænmetis á sumrin.  Víða einbeita bændur sér að ræktun hnetna og ávaxta, s.s. ólífa, mandlna, valhnetna, fíkna, eppla, kirsuberja, apríkósa eða plómna, sem hæfa vel loftslagskilyrðunum.  Sauðfjár- og geitnarækt er víða aukabúgrein.  Sumir ættbálkar reka hjarðir sínar í sumarhaga ofar í fjöllunum eða í vetrarhaga neðar.  Á meðan þeir gæta hjarðanna búa þeir í dökklituðum tjöldum (khaymas), sem eru ofin úr geitaull.

Íbúar á svæðum, sem liggja að Sahara og Sahara sunnan Atlasfjalla, eru sárafáir.  Í nokkrum byggðanna búa haratin, afkomendur þræla frá löndum sunnan Sahara og margir hópanna tala tungu berba.  Næstum allar byggðirnar eru í vinjum.  Flestar þeirra eru mannanna verk, annaðhvort gerðar með áveitum frá nærliggjandi lækjum eða lindum uppi í fjöllum um löng göng (ganat).  Aðaluppskeran er döðlur, sem eru bæði hluti af fæðu fólksins og eru seldar.  Alfalfa, maís, hveit, bygg, grænmeti og aðrar nytjaplöntur eru ræktaðar líka.  Flestar byggðirnar líta út eins og virki (ksour), sem eru byggð úr sólþurrkuðum múrsteini.  Fyrrum stunduðu hirðingjar drómedararækt á Saharasvæðinu en aðgerðir stjórnvalda, hernaður, þurrkar og aðrir þættir ollu því, að þessir lifnaðarhættir hurfu næstum algerlega.

Borgarlíf.  Næstum helmingur Marokkómanna býr í borgum, sem hafa flestar haldið a.m.k. hluta einkenna sinna og töfrum.  Nýlendustjórn Frakka lagði áherzlu á að vernda gamlar miðborgir (medina), sem voru víðast umkringdar múrum.  Lögð var áherzla á byggingu nýrra hverfa utan þeirra án þess að breyta þeim sjálfum.  Frakkar ollu því einnig, að pólitísk og efnahagsleg áhrif borganna Fez, Meknes og Marrakexh inni inni í landi fluttust að ströndum Atlantshafsins.  Casablanca breyttist úr dauflegur strandþorpi í lifandi heimsborg.  Rabat varð höfuðborg og miðstöð stjórnsýslu.  Á fjórða áratugi 20. aldar voru fátækrahverfi farin að myndast í útjaðri helztu borganna og hafa þanizt út síðan.  Árum saman reyndu ríkisstjórnir að draga úr vexti þeirra og undanfarin ár hefur verið lögð áherzla á að veita vatni til þeirra og íbúarnir hvattir til að bæta híbýli sín.

Þjóðerni.  Íbúar Marokkó eru að mestu arabar og berbar.  Blönduð hjónabönd hafa gert það að verkum, að munurinn felst nú orðið aðeins í tungumálunum.  Tunga berba, sem er svolítið skotin arabísku, hefur varðveitzt í fjallahéruðunum.  Íbúarnir, sem tala berbísku, skiptast í þrjá flokka, Rif-fólkið í Rif-fjöllum, Tamazight í Mið-Atlasfjöllum og Shluh í Há-Atlasfjöllum og Sous-dalnum.  Með bættum samgöngum og stöðugan straum til borganna verður æ algengara að fólkið sé tvítyngt.  Flestir aðrir íbúar landsins tala arabísku og frönsku sem annað tungumál.  Þeir eru að mestu berbar, sem hafa samið sig að siðum araba, afkomendur bedúína, sem fluttust til Marokkó með herjum múslima á 7. öld eða með innrásarherjum hilal á 11. og 12. öld.  Sumir íbúanna eru afkomendur fólksins, sem flúðu frá Spáni undan herjum Reconquista á Íberíuskaganum.  Hernaður þeirra náði hámarki árið 1492.

Viðskipti, menningarlegur skyldleiki og þrælahald leiddu til talsverðs fjölda íbúa frá löndunum sunnan Sahara.  Afkomendur þessa fólks búa nú aðallega í suðurvinjunum og stærri borgum.  Fjöldi gyðinga var mun meiri áður en þeir fóru að flytjast til Ísraels, Evrópu og Suður- og Norður-Afríku eftir 1948.  Islam er opinber trúarbrögð og langflestir múslimanna eru sunnítar (maliki).

Íbúum landsins fjölgar lítið eitt meira en í löndum utan Afríku en meðaltalið er lægra en í Miðausturlöndum og Norður-Afríku.  Engu að síður er Íbúafjöldinn mikill miðað við stærð landsins og þéttbýli er mikið á beztu svæðunum.  Fólk undir 15 ára aldri er u.þ.b. þriðjungur þjóðarinnar.  Um tíma létti brottflutningur fólks til Vestur-Evrópu á þrýstingnum innanlands og snemma á níunda áratugi 20. aldar hurfu 600 þúsund manns úr landi.  Á miðjum tíunda áratugnum leysti flutningur tiltölulega fárra Marokkómanna til landa við Persaflóa aðeins lítinn hluta vandans.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM