Marokkó flóra og fána,


Ferđir međ Simo frá Marrakesh!


MAROKKÓ
FLÓRA og FÁNA

.

.

Utanríkisrnt.

 

Utan eyđimerkursvćđa er gróđurinn líkur ţví, sem gerist á Íberíuskaganum.  Víđfeđmir skógar eru enn ţá í fjalllendinu, ţar sem úrkoma er nćg, korkeik, sígrćn eik og lauftré í lćgstu beltum hlíđanna og fura og sedrusviđur ofar, einkum í Miđ-Atlasfjöllum.  Á ţurrlendari fjallasvćđim eru tújatré, einir, aleppofura og strandfura algengar tegundir.  Austan Rabat er stóri korkeikarskógurinn Mamora.  Frakkar fluttu tröllatré til landsins á nýlendutímanum frá Ástralíu til skógrćktar.  Á lýđveldistímanum hafa ríkisstjórnir landsins stuđlađ ađ rćktun ţessara trjáa á stórum svćđum umhverfis Mamora-skóginn.  Á hrjóstrugum hásléttunum sunnan Essaouira eru stór flćmi međ marokkóskum járnviđi (argan).  Ađeins í suđvesturhluta landsins ber ţetta tré harđarn ávöxt, sem gefur af sér verđmćta matarolíu.

Aldalöng búseta í landinu hefur breytt gróđurfarinu líkt og í öđrum löndum viđ Miđjarđarhafiđ.  Víđa í neđstu hlíđum fjallanna hefur skógarhögg, beitarálag og gróđureyđing međ eldi valdiđ viđgangi ţykkra breiđna af lyngi, mytrusviđi, salvíurunnum, smárarunnum og rósmarín.  Á ţurrum sléttunum inni í landi vaxa dvergpálmar, jujube-tré, espartógras og fíkjutré (Barbarífíkja, sem voru fyrst flutt til Spánar frá Ameríku á 16. öld) á stórum flćmum.  Lítiđ ber á gróđri í eyđimörkunum austan fjallanna, ţótt döđlupálminn, sem var fluttur til landsins í fornöld, sé mjög útbreiddur í vinjunum.

Allt frá rómverskum tíma hefur stórum villdýrum veriđ illa vćrt í landinu.  Ljón og fílar voru fyrrum mjög áberandi hluti fánunnar.  Ţessar dýrategundir eru algerlega horfnar.  Gasellur sjást af og til í suđurhlutanum og villifé (múflon) og refir (fennek) einnig í Atlasfjöllunum.  Barbaríapinn (macaco) var friđađur og lifir nú góđu lífi í skógum Miđ-Atlasfjalla.  Fjölbreyttasti hluti fánunnar er fuglalífiđ.  Víđa má sjá storka og hreiđur ţeirra á borgarmúrum og ţökum moskanna, flamingóa, pelikana og egretfugla (nautgripaegret; hvítir, líkir litlum hegrum).

 TIL BAKA     Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM