Malaví,

LILONGWE NYASAVATN   Meira

MALAVI

Map of Malawi
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Malavi (áður Nyasaland) er landlukt lýðveldi í Suðaustur-Afríku.  Þetta hálenda vatnaland liggur á mjórri, 840 km langri ræmu meðfram Austurafríska sigdalnum.  Landið er 8-163 km breitt og liggur að Tansaníu í norðri, Mósambík í austri og suðri og Sambíu í vestri.  Heildarflatarmálið er 118.500 km², þar af 22.250 km² af Nyasavatni og 1120 km² af öðrum stöðuvötnum.  Árið 1975 var höfuðborgin flutt frá Zomba í suðurhlutanum til Lilongwe um miðbik landsins. Mestur hluti íbúanna stundar akuryrkju til útflutnings og sjálfsþurftarbúskap.

Útflutningurinn byggist aðallega á framleiðslu smábýla og stórbýla, sem rækta te og tóbak.  Tekizt hefur að laða að erlent fjármagn til nýtingar náttúruauðæfa landsins og landið er eitt fárra í álfunni, sem er sjálfu sér nægt með framleiðslu matvæla.  Engu að síður þjást íbúarnir af stöðugum næringarskorti, barnadauði er mikill og fátækt ríkjandi.  Þessi þverstæða liggur aðallega í því, að stjórnkerfið sinnir fáum öðrum en stórbændum.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM