Kómoreyjar
(til 2002 Íslamska sambandslýðveldið Kómoreyjar) er þriggja eyja
eyríki undan strönd
sunnanverðrar Afríku, rétt norðan við Madagaskar í Indlandshafi.
Eyjarnar eru þrjár eldfjallaeyjar; Grande Comore, Moheli og Anjouan.
Franska eyjan Mayotte er hluti af eyjaklasanum og gera Kómoreyjar
tilkall til hennar, en íbúar Mayotte hafa kosið að vera áfram hluti
Frakklands. |