Tsunami Risaflóðbygja,

Tollfríðindi ferðamanna

GRAND BANKS      

TSUNAMI
RISAFLÓÐBYLGJUR

.

.

Utanríkisrnt.

Tsunami er japanskt heiti á risaflóðbylgju, sem jarðskjálftar á hafsbotni mynda.  Talið er, að þær myndist þegar misgengi myndast snögglega á botninum.  Önnur tilgáta er tengd skyndilegum skriðuföllum á hafsbotni eða neðansjávargosum.  Flestar risaflóðbylgjur myndast á svonefndum eldhring, sem er eldfjallabelti umhverfis Kyrrahafið.  Alls hafa u.þ.b. 40 risaflóðbylgjur brotnað á Hawaii-eyjum síðan 1819 (2002).  Þessar bylgjur geta farið yfir hundruð kílómetra hafsvæði og náð allt að 725 km hraða á klst.  Á leiðinni geta þær verið í kringum 30-40 sm háar, en þegar þær koma upp á grunnsævi hækkað þær skyndilega upp í u.þ.b. 15 m og þurrka stundum út heilu byggðirnar á ströndinni og kosta fjölda mannslífa, komi þær fólkinu að óvörum.  Oft eru þessar risaflóðbylgjur ranglega nefndar sjávarfallabylgjur, þótt þær séu á engan hátt tengdar flóði eða fjöru.  Sjávarfallabylgjur geta engu að síður verið stórhættulegar við ákveðin skilyrði.


.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM