Vietnam stjórnsýsla,
Flag of Vietnam


VIETNAM
STJÓRNSÝSLA

.

.

Utanríkisrnt.

Stjórnarskráin er frá 1992.  Samkvæmt henni eru 496 fulltrúar kosnir til fimm ára á þing.  Þingið kýs fulltrúa í þjóðarráðið, sem forseti landsins stýrir, og í ráðherraráðið, sem forsætisráðherrann stýrir.  Hin raunverulegu völd eru í höndum kommúnistaflokksins, sem er eini stjórnmálaflokkurinn, sem er leyfður samkvæmt stjórnarskránni. Norður-Vietnam lýsti yfir sjálfstæði 2. sept. 1945 og Suður-Vietnam 21. júlí 1954.  Ríkið varð alþýðulýðveldi eftir sameiningu ríkjanna árið 1976.  Stjórn landsins er í höndum þjóðþings (löggjafarvald), ríkisráðs, ráðherraráðs (framkvæmdavald) og þjóðhöfðingjans, sem er formaður þjóðarráðsins. 

Forsætisráðherra veitir ráðherraráðinu forstöðu.  Landinu er skipt í þrjú borgarsvæði (Hanoi, Ho-Chi-Minh-borg og Haiphong), 36 héruð og eitt sérsvæði (Vung Tau-Con Dao).

Her:  860.000 undir vopnum (áætlað 1993) auk 500.000 manna þjóðvarðliðs og 2.600.000 í hinum ýmsu héruðum landsins.  Herskylda er 3 ár. Landið er aðili að Sameinuðu þjóðunum.

Víetnam er aðili að Sameinuðu þjóðunum, COMECON og Colomboáætluninni.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM