Ferðamöguleikar
til Víetnam
Flugvélar:
Í
Víetnam eru tveir alþjóðaflugvellir: Hanoi (Noi Bai) og
Ho-Chi-Minh-borg.
Það er beint flug milli Hanoi og Bangkok, Berlínar (Schönefeld),
Jakarta, Karachi, Min Vody, Parísar, Phnom Penh, Prag og Vientiane.
Einnig er beint flug milli Ho-Chi-Minh-borgar og Bangkok, Delhi,
Karachi, Moskvu, Parísar, Manila og Phnom Penh.
Víetnamska flugfélagið Hang Khong Viet Nam (VN) hefur aðalaðsetur
í Hanoi.
Járnbrautir:
Járnbraut
tengir víetnömsku höfuðborgina Hanoi og kínversku borgina Kanton en
engar ferðir hafa verið á milli þeirra síðan landamærakritur hófust
milli ríkjanna árið 1979.
Vegir:
Lélegir
vegir liggja um allt landið og til nágrannalanda.
Það verður að reikna með talsverðum töfum á landamærum
landsins við komu og brottför.
Sjóleiðir:
Það
er hægt að koma víða að sjóleiðis til Hanoi og
Ho-Chi-Minh-borgar.
Innanlandsleiðir:
Ferðir
útlendinga innanlands eru mjög takmörkunum háðar.
Þetta á einkum við um suðurhluta landsins og Ho-Chi-Minh-svæðið,
þar sem enn þá er útgöngubann um nætur.
Það heyrir til undantekninga, að einstaklingum sé leyft að
ferðast um á eigin spýtur og þá verða þeir að bera sérstök skírteini,
sem yfirvöld gefa út.
Hver, sem notar leigubíla eða dráttarkerrur (riksha), verður
að ganga úr skugga um, að ökumennirnir skilji og viti hvert skal
halda.
Hafi fólk viðdvöl á stöðum, þar sem ferðamönnum er bönnuð
dvöl eða ferð, má það búast við töfum og óþægindum.
Þróun
samgangna
gengur hægt í landinu, þannig að það þarf að áætla
langan tíma til að komast um allt landið, ef ferðaáætlunin hljóðar
upp á það.
Flug:
Reglubundið
flug innanlands með Hang Khong Viet Nam flugfélaginu til og frá
Hanoi, Da Nang, Ho-Chi-Minh-borg og nokkrum öðrum stórum
borgum.
Járnbrautir:
Tong
Cuc Duong Sat Viet Nam'ríkisjárnbrautarfélagið annast allar samgöngur
á teinunum.
Járnbrautarnetið er eins og aðrar samgöngur í hægri
uppbyggingu.
Aðalleiðin liggur á milli stærstu þéttbýlissvæðanna,
Hanoi og Ho-Chi-Minh-borgar (1730 km).
Yfirvöld ætlast í flestum tilfellum til þess, að innfæddir
ferðist einungis í lestum á lengri leiðum.
Rútur:
Bezt
er að afla sér upplýsinga um ferðamöguleika með rútum á
skrifstofum Ferðamálaráðs í hinum stærri borgum.
Leigu-
og bílaleigubílar:
Útibú
Ferðamálaráðs annast í flestum tilfellum milligöngu um útvegun
leigubíla.
Það er hægt að leigja þá í nokkrar klukkustundir eða
daga. Það
er ekki hægt að leigja sér bíl til að aka sjálfur og alþjóðlegar
bílaleigur eru ekki með starfsemi í landinu.
Dráttarvagnar
(riksha):
Xich
lo, reiðhjólavagnar eru í flestum borgum.
Samið er um verð í upphafi hverrar ferðar.
Skipulagðar skoðunarferðir:
Ferðamálaráð ríkisins í Hanoi og Ho-Chi-Minh-borg annast
reglulegar bæjarferðir og stuttar og langar skoðunarferðir út frá
borgunum. |