Vietnam efnahagslífið,
Flag of Vietnam


VIETNAM
EFNAHAGSLÍFIÐ

.

.

Utanríkisrnt.

Rúmlega 75% vinnuaflsins eru bundin í landbúnaði.  Stærstu þættir hans er ræktun hrísgrjóna, kassava (sætar rætur; maniok), maís og sætra kartaflna fyrir heimamarkað og gúmmís, tes og kaffis til útflutnings.  Náttúrulegar auðlindir eru m.a. kol, fosföt og tin, sem eru grundvöllur iðnaðar í norðurhluta landsins.  Styrjaldir og hernaðarafskipti í Kambódíu hafa komið illa við efnahagslífið vegna þess, hve margt fagmenntað fólk hefur flúið land.  Víetnam naut styrkja frá fyrrum Sovétríkjunum og austurevrópulöndum á 9. áratugnum.  Engu að síður er landið vanþróað og skortir fjármagn til að skjóta stoðum undir framþróun og fyrirbyggja vandamál eins og matvælaskort.  Efnahagsleg vandamál hafa vaxið á þessum áratug eftir að austantjaldsríkin hættu fjárhagslegum stuðningi við landið.  Síðan hefur mikið verið reynt að fá vestræn ríki til að fjárfesta í Víetnam.

Efnahagslíf Víetnams varð mjög illa úti í ófriði síðustu áratuga og það hefur kostað og mun enn um sinn kosta gífurleg átök að koma því í réttar skorður á ný.  Þetta á einkum við norðurhlutann, þar sem beztu möguleikar eru á uppbyggingu iðnaðar, vegna þeirra efna, sem þar finnast í jörðu (antrasít, járngrýti, sínk, tin, kopar, króm, volfram, blý, mangan, nikkel, kobalt, fosfat, báxít og lítið magn gulls).  Mikið magn kola í jörðu, verulegir virkjunarkostir fallvatna og olía í jörðu munu tryggja Víetnömum næga innlenda orku til iðnvæðingarinnar.  Þeir, sem bera ábyrgð á þróun þessara mála, hafa ekki enn þá stuðlað sem skyldi að nýtingu þessara möguleika (1990).  Það bólar á enduruppbyggingu þungaiðnaðar og viðarvinnslu, en lengst er hún komin í vefnaði.  Gæði víetnamsks vefnaðar eru mikil og afurðir hans komust á vestræna markaði í gegnum Austur-Þýzkaland.

Atvinnulífið
Landbúnaður:  Hrísgrjón, sykurreyr, hrágúmmí.
Jarðefni:  Steinkol, fosfat.
Iðnaður:  Stál, vefnaður.
Innflutn.:  Vélar, kemísk efni.
Útflutn.:  Ýmiss hráefni úr jörðu, timbur, hrágúmmí.
Brúttóþjóðarframleiðsla 1989 nam 11 milljarðum bandaríkjadala.

Landbúnaður er nú sem fyrr mikilvægur atvinnuvegur og er lengst á veg kominn á stóru óshólmasvæðunum.  Hrísgrjón eru ræktuð á 80% þessara svæða og þrjár uppskerur fást á ári.  Aðrar mikilvægar nytjaplöntur eru soja, maniok (sætar rætur), maís, kartöflur, sykurreyr og jarðhnetur.  Í fjallahéruðunum er líka ræktað te og kaffi.  Með auknum útflutningi tekkviðar væri hægt að efla efnahaginn verulega.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM