Valencia Venesúela,
Flag of Venezuela


VALENCIA
VENESÚELA
.

.

Utanríkisrnt.

Valencia er höfuðborg Carabobo-héraðs á miðhálendinu í grennd við Vanencia-vatn við Cabriales-ána.  Hún er meðal stærstu borga landsins, miðstöð iðnaðar og viðskipta með landbúnaðarafurðir.  Hafnarborg Valencia er Puerto Cabello við Karíbahafið.  Þarna eru verskmiðjur, sem setja saman bíla, framleiða efnavörur, lyf og matvæli.  Meðal sérkenna borgarinnar eru mjóar götur gamla borgarhlutans og stórt hringleikahús fyrir nautaat.  Háskóli Carabobo var stofnaður 1852.  Spánverjar stofnuðu borgina 1555 og hún var höfuðborg landins um skamma hríð árið 1812 og aftur 1830.  Árið 1821 réði orrustan við Carabobo úrslitum í sjálfstæðisbaráttu landsmanna.  Áætlaður íbúafjöldi 1991 var rúmlega 900 þúsund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM