Maracaibovatn
í norðvesturhluta Venesúela er grunnt og 12.950 km² að flatarmáli.Það er u.þ.b. 195 km langt og tengist Venesúelaflóa við Karíbahaf
með skipaskurði, sem sjór kemst um inn í stöðuvatnið við háa sjávarstöðu
og gerir norðurhluta þess ísaltan.Ferskvatnið streymir til þess um árnar Catatumbo, Santa Ana og
Chama.Miklar olíubirgðir eru undir stöðuvatninu og umhverfis það.