Ciudad
Bolívar er höfuðborg Bolívar-héraðs við Orinoco-ána.
Hún er miðstöð viðskipta í Orinoco-dalnum.
Helztu framleiðsluvörur borgarinnar eru gull, demantar, járngrýti,
nautgripir, hestar, húðir, eðalviður og efni í golfkúlur o.fl.
Borgin var stofnuð 1764 sem San Tomás de la Nueva Guayana en
var kölluð Angostura í daglegu tali.
Fyrstu
angosturadroparnir voru framleiddir í borginni 1824 (notaðir í áfenga
drykki og við matreiðslu).
Á 19. öld var borgin aðalaðsetur byltingarstjórnar landsins
um tíma.
Á fimmta áratugi 19. aldar var borgin nefnd eftir suðurameríska
byltingarleiðtoganum Simón Bolívar.
Áætlaður íbúafjöldi 1989 var 258 þúsund. |