Úrúgvæ tölfræði hagtölur,
Flag of Uruguay


ÚRÚGVÆ
ALMENNAR UPPLÝSINGAR

.

.

Utanríkisrnt.

Opinbert nafn:  República Oriental del Uruguay.  Landið er lýðveldi, sem skiptist í 19 héruð.  Forsetinn er þjóðhöfðingi og leiðtogi ríkisstjórnar.  Hann er kosinn meirihlutakosningu og skipar ráðherra.  Þingið starfar í tveimur deildum, öldungadeild (Cámara de Senadores; 30) og fulltrúadeild (Cámara de Representantes; 99).  Þingmenn beggja deilda eru kosnir í almennum kosningum.

Höfuðborg:  Montevideo.

Íbúafjöldi 2001:  3,3 milljónir

Stærð landsins: 176.000 km²


Gjaldmiðill:  Peso = 100 centesimos.

Opinbert tungumál:  Spænska

Alþjóðasamtök:  FAO, G-11, G-77, Interpol, Sameinuðu þjóðirnar, WTO.
 
Þjóðerni:  Evrópumenn 88%, mestizo (kynbl. hvítra og indíána) 8%, negrar 4%.

 
Trúarbrögð: 66%, mótmælendur 2%, gyðingar 2%, aðrir 30%.

Helztu frídagar:   
1. janúar: nýársdagur
6. janúar: opinberunardagurinn
26. - 27. feb. 2001, 11. - 12. feb. 2002: karnival
mars / apríl: skírdagur, föstudagurinn langi, páskadagur
19. apríl: dagur landtökunnar
1. maí: alþjóðadagur verkalýðsins
18. maí: afmæli orrustunnar við Las Piedras
19. júní: fæðingardagur Artigas
18. júlí: stjórnarskrárdagurinn
25. ágúst: sjálfstæðisdagurinn
12. október: afmæli orrustunnar við Sarandi
1. nóvember: allraheilagramessa
25. desember: jól

Klukkan í Úrúgvæ er þremur tímum á eftir GMT.

Efnahagslíf:  Loftslag er hagstætt fyrir landbúnað og vatnsorka er mikil. Ríkisstjórnin hefur stefnt að því að minnka verðbólgu og koma á umbótum í velferðarkerfinu. Markaðurinn er þó háður ástandinu í Argentínu og Brasilíu, stærstu viðskiptalöndunum.

Aðalatvinnuvegir:  Kjötvinnsla, ull, sykur, vefnaðarvara


Verg Þjóðarframleiðsla:  US$ 28,4 miljarðar (áætlað 1998; US$ 8.600.- á mann; verðbólga 8,6%; atvinnuleysi 10,5%).

Innflutningur 1997:  US$ 3,7 miljarðar.

Útflutningur 1997:  US$ 2,7 miljarðar.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM