Tihany Ungverjaland,
Flag of Hungary


TIHANY
UNGVERJALAND

.

.

Utanríkisrnt.

Tihany er á fallegu nesi út í Balatonvatnið (Ungverska hafið; 595 km², 77 km langt, 11-14 km breitt, meðaldýpt 4 m, mest dýpi 11 m), sem sker vatnið næstum í tvennt (sund 1,5 km breitt).  Vatnið verður allt að 28°C heitt á sumrin.  Ferjur sigla um vatnið, m.a. frá Tihany.  *Tveggja turna klausturkirkja gnæfir yfir Tihany.  Hún var stofnuð 1055 af Andreasi I, konungi.  Nýbygging frá 1719-54.  Í henni er grafhýsi í rómverskum stíl (11.öld), þar sem Andreas I hvílir.  Barokútskurður og múrmyndir frá 1889 eru í kirkjunni.  Í fyrrum klausturbyggingu (1719-40) er sögulegt safn byggðar umhverfis vatnið.  Norðan kirkjunnar er *útisafn gamalla húsa.
Í þorpinu eru 64 hús úr móbergi með reyrþökum vernduð.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM