Szolnok Ungverjaland,
Flag of Hungary


SZOLNOK
UNGVERJALAND

.

.

Utanríkisrnt.

Szolnok er höfuðstaður Szolnok-sýslu og hafnarborg við ármót Tisza og Zagyva í miðaustanverðu Ungverjalandi.  Borgin er miðstöð iðnaðar, verzlunar og flutninga.  Helztu framleiðsluvörurnar eru efnavörur, húsgögn, vefnaðarvörur og skór.  Damjanich János-safnið hýsir forngripi og sögulegar minjar.  Heilsulindir á þessu svæði laða að ferðamenn.  Á tíundu öld var Szolnok farin að þróast sem hafnarbær og dreifingarmiðstöð fyrir steinsalt, sem var numið í Maramureyului-fjöllum.  Borgin varð flutningamiðstöð á 20. öld á vegamótum til allra átta.  Áætlaður íbúafjöldi 1993 var rúmlega 80 þúsund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM