Szeged er borg í Csongrád-sýslu
við ármót Maros og Tisza í Suður-Ungverjalandi.
Framleiðsla borgarbúa byggist á efnaiðnaði, gúmmíi, gleri,
húsgögnum og vefnaðarvöru. Mikið
er verzlað með papriku, timbur, korn og ull.
Þarna er Attila József-háskólinn (1872) og Læknaskóli
borgarinnar (1879). Borgin
var í höndum Tyrkja á árunum 1542-1686.
Árið 1879 eyðilagði flóð hluta hennar en hún var endurbyggð.
Árið 1919 var byltingarstjórn Miklós Horthys aðmírjáls stofnuð í borginni. Áætlaður
íbúafjöldi 1988 var tæplega 188 þúsund. |