Miskolc er höfuðstaður
Borsod-Abaúj-Zemplén-sýslu við Sajó-ána við mynni Szinva-árinnar.
Borgin er við austurrætur Buekk-fjalla í skarði, sem kallast
Miskolc-hliðið. Miskolc
er markaður fyrir landbúnaðarafurðir (korn, tóbak, vín og ávexti)
og kringum borgina eru vínekrur og brúnkolanámur.
Hún er einnig miðstöð járnbrautasamgangna og næststærsta iðnaðarborg
landsins eftir Budapest. Iðnaðurinn byggist á járn- og stálverum, vélasmíði,
hveiti-, pappírs- og vefnaðarmyllum, tóbaki og víngerð.
Þarna er einnig framleitt talsvert af gleri, fatnaði, sementi,
húsgögnum, múrsteini, sápu og kertum.
Tækniháskóli borgarinnar sérhæfir sig í þungaiðnaði.
Þarna er einnig lögfræðiskóli, tónlistarhöll, 13. aldar, gotnesk
kirkja og safn, sem hýsir minjar frá skitískum tíma (600 f.Kr.) og
bronsöld. Byggðin þarna,
sem varð líklega fljótlega markaður fyrir landbúnaðarvörur, er
forn. Mongólar eyddu henni
á 13. öld og síðar Ottómanar (Tyrkir).
Borgin var sjálfstæð á 15. öld.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var rúmlega 196 þúsund. |