Kecskemét er höfuðstaður
Bács-Kiskun-sýslu í grennd við Budapest.
Hún er mikilvæg miðstöð járnbrautasamgangna, verzlunar og iðnaðar
landbúnaðarhéraðs, þar sem mest er ræktað af kvikfé, korni og ávöxtum.
Verksmiðjur borgarinnar framleiða m.a. matvæli (aprikósur og
aðra ávexti), líkjöra, leðurvöru, vefnaðarvöru og landbúnaðartæki.
Sunnan borgarinnar er Bugac puszta (eyðimörkin), sem margir
listmálarar og ljóðskáld landsins hafa gert ódauðlega.
Kecskemét var stofnuð fyrir árið 500.
Áætlaður íbúafjöldi 1991 var tæplega 104 þúsund. |