Gyor Ungverjaland,
Flag of Hungary


GYÖR
UNGVERJALAND
.

.

Utanríkisrnt.

Gyor er höfuðstaður Gyor-Sopron-sýslu í norðvestanverðu Ungverjalandi við ármót Rába-árinnar og þverár Dónár.  Hún er markaðsborg fyrir korn, hesta og svín.  Helztu framleiðsluvörurnar eru dráttarvagnar járnbrauta, landbúnaðartæki og vélar, vefnaðarvörur, efnavörur, grænmetisolíur og múrsteinar.  Borgin er setur rómversk-katólsks biskups og hún státar af 12. aldar dómkirkju.  Borgin óx upp úr virkiskastala, sem var byggður í kringum 900 á rústum forns, rómversks virkis (Arabona).  Á sögulegum tíma hefur Gyor, sem er miðleiðis milli Vínar og Budapest, þjónað sem hlið milli Austurs og Vesturs.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var rúmlega 129 þúsund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM