Esztergom er borg í Komárom-sýslu
í Norður-Ungverjalandi við Dóná, ófjarri Budapest.
Helztu framleiðsluvörur hennar eru þungavélar, múrsteinn, járnvara,
dúkur og vín. Umhverfis
borgina er stórt landbúnaðarhérað. Esztergom var eitt sinn höfuðborg landsins og þar reis
fyrsta kristna kirkja þess. Hún
er fæðingarstaður Stefáns I af Ungverjalandi, sem var krýndur þar
árið 1001. Borgin hafði
lengi verið miðstöð verzlunar, þegar mongólar eyddu henni árið
1241. Síðar á 13. öldinni
var hún endurbyggð og víggirt. Tyrkir
náðu henni tvisvar undir sig á árunum 1543-95 og 1604-83.
Borgin er setur rómversk-katólsks erkibiskups og þar hófst
bygging stærstu dómkirkju landsins árið 1820.
Hvelfing hennar er í mynd Péturskirkjunnar í Róm og í henni
er kross, sem Sylvester II páfi gaf Stefáni I.
Þarna er einnig erkibiskupshöllin í endurreisnarstíl, sem hýsir
nú kristnisafn. Heilsulindir
borgarinnar laða æ fleiri ferðamenn að.
Áætlaður íbúafjöldi 1989 var rúmlega 32 þúsund. |