Debrecen Ungverjaland,
Flag of Hungary


DEBRECEN
UNGVERJALAND
.

.

Utanríkisrnt.

Debrecen, höfuðstaður Hajdú-Bihar-sýslu í Austur-Ungverjalandi, er meðal stærstu borga landsins og mikilvæg miðstöð viðskipta, járnbrautasamgangna og þjónustu við frjósamt landbúnaðarhérað.  Þar er helzt verzlað með korn, nautgripi og svín.  Iðnaðurinn byggist á framleiðslu ullardúks, leðurvöru, áma, sápu og matvæla.  Meðal merkustu staða borgarinnar er mótmælendakirkjan, þar sem ungverski föðurlandsvinurinn Lajos Kossuth lýsti valdaafnámi Habsborgara 1849.  Háskóli borgarinnar var stofnaður 1912 og nefndur eftir honum.  Borgin hefur löngum verið miðstöð mótmælenda og var stundum kölluð hin kalvínska Róm.  Áætlaður íbúafjöldi 1988 var rúmlega 217 þúsund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM