Berlín Þýskaland,
Flag of Germany


BERLÍN
ÞÝZKALAND

.

.

Utanríkisrnt.

SENDIRÁÐ og RÆÐISMENN
Gisting í Berlín
Ódýrar íbúðir

 

Schloss CharlottenburgBerlín er í 35-50 m yfir sjó.  Flatarmál 883 km².  Íbúafjöldinn var u.þ.b. 3,5 milljónir (1998).  Hún er við ána Spree, sem er skipgeng og fellur í Havel í Spandau.  Hún er stærsta borg þýzkalands, miðstöð menningar og mikilvægasta iðnaðarborg landsins.  Hún hefur yfirbragð iðandi heimsborgar.  Óperan og fílharmoníuhljómsveitin eru heimskunnar.  Söfnin í Dahlem og Charlottenburg og við dýragarðinn eru á alþjóðlegum heimsmælikvarða.  Alls konar vörusýningar og ráðstefnur eru sóttar alls staðar að.  Alþjóðlegir íþróttaviðburðir á Ólympíusvæðinu (1936).Í upphafi sameinuðust tvö þorp, Kölln og Berlín, árið 1307.  Árið 1443 lét Hohenzollergreifinn Friðrik  II reisa sér höll í Berlín, sem varð aðalaðsetur þjóðhöfðingjans.  Að loknu 30 ára stríðinu voru aðeins 5000 íbúar í bænum.  Undir stjórn Friðriks mikla varð Berlín leiðandi á sviði iðnaðar og framleiðslu.  Fjöldi opinberra bygginga fegruðu borgarmyndina.  Stofnun háskólans 1810 (Wilhelm von Humbolt) gerði Berlín að miðstöð andlegs lífs.  Á síðari hluta 19. aldar varð Berlín aðalmiðstöð járnbrautasamgangna í Evrópu og mestu verzlunarborginni.  Árið 1871 varð hún höfuðborg hins nýstofnaða keisaradæmis.  Í lok fyrri heimsstyrjarldarinnar sameinuðust 7 nágrannaþorp og 59 sóknir Berlín auk 27 stórjarða.  Stór-Berlín varð til.  Skömmu fyrir síðari heimsstyrjöldina, sem skildi borgina eftir í rústum, voru 4,3 milljónir íbúa þar.  Árið 1945 ákváðu bandamenn, hvernig fjórveldin skyldu stjórna Berlín (Jalta).  Ágreiningur setuliðanna leiddi til skiptingar borgarinnar.  Árið 1948 = aðflutningsbann Rússa og loftbrúin.  Frá 13. ágúst 1961 = bygging múrsins, sem féll aftur 1989-90.

Skoðunarverðir staðir:
*Minningarkirkja Vilhjálms keisara (1891-95), átthyrnd með flötu þaki.
*Kurfürstendamm, 3,5 km löng, veitingahús, verzlanir, leikhús, kaffihús, bíó.
*Dýragarðurinn, 13.000 dýr, rúmlega 2000 tegundir, frægt sædýrasafn.
*Brandenburgarhliðið (1788-91).  Fereykið frá 1969.
Ríkisþinghúsið (1884-94).  Háendurreisnarstíll.  Endurbyggt 1969.
*Kongresshalle, athyglisverð byggingarlist.
*Ernst Reuter Torg.  Vatnsspil.
*Þýzka Óperan.  Opnuð 1961.
*Charlottenburghöll, 17. og 18. öld.  Endurbyggð.
*Ríkissafnið.
*Ólympíuleikvangurinn.  Elleftu Ólympíuleikarnir 1936.
*Páfuglaeyjan, rústir hallar frá 1794, fallegur enskur garður.  Í Havel.
*Unter den Linden.  Glæsileg breiðgata.
*Neue Wache.
*Þýzka sögusafnið.
*Gamla safnið.
***Pergamonsafnið.
*Bodesafnið.
*Märkischesafnið.
*Sjónvarpsturninn (365 m).
*Dýragarðurinn Friedrichsfelde.
*Gamli borgarhlutinn Kietz.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM