Kúrdar,,
Flag of Iran

Flag of Iraq

Flag of Turkey


KÚRDAR
.

.

Utanríkisrnt.

Kúrdar er er þjóðflokkur hálfhirðingja á svæði í Suðvestur-Asíu, sem er kallað Kúrdistan.  Þeir eru sunnítar, rétttrúaðir múslimar, sem búa margir í þorpum og stunda akuryrkju og sauðfjárbúskap.  Aðalframleiðsla þeirra eru ofin teppi.  Þeir tala kúrdísku, sem er vesturírönsk grein af indóevrópskum stofni.  Kúrdar hafa varizt innrásum fjölda þjóðflokka en lutu þó valid seljúka og Ottómana (14. öld).  Samkvæmt samningnum, sem er kenndur við Sévres, sem var gerður milli Tyrkja og bandamanna árið 1920, var kúrdum lofað sjálfstæðu ríki á fyrri hluta níunda áratugarins.  Þá bjó rúmlega helmingur þeirra í Tyrklandi og aðrir í Írak, Íran, Sýrland og fyrrum sovétríkjunum.  Allt frá árinu 1925 hafa kúrdar átt í blóðugum útistöðum við yfirvöld í Tyrklandi, írak og Íran.

Árið 1970, þegar stríð hafði staðið nánast óslitið í 8 ár, lofaði írakska ríkisstjórnin, að kúrdar fengju yfirráð á svæðinu í norðausturhluta landsins og borgarastyrjöldinni lauk.  Uppreisninni Lauk 1975, þegar Íran hætti stuðingi við hana eftir landamærasamkomulag við Íraka.  Þúsundir kúrda féllu í þessu blóðbaði, þar sem hræðilegum vopnum var beitt (efnavopn) og Írakar jöfnuðu hundruð þorpa þeirra við jörðu 1988 eftir að kúrdískir skæruliðar töku afstöðu með Íran í stríði þeirra við Írak.  Í marz og apríl 1991, í kjölfar Flóabardaga, bældi írskska stjórnin aðra uppreisn kúrda niður.  Rúmlega ein miljón kúrda flúði til Tyrklands, íran og fjalla í Írak og í kringum 600.000 héldu til í flóttamannabúðum Sameinuðu þjóðanna í Norður-Írak 1992.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM