Súdetafjöll Tékkland,
Flag of Czech Republic


SÚDETAFJÖLL
TÉKKLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Súdetafjöllin eru í Mið-Evrópu.  Þau teygjast meðfram norðurlandamærum Tékklands frá Oderdalnum, sem skilur þau frá Karpatafjöllum, að Elbu, sem aðskilur þau frá Erz-fjöllum.  Lengd fjallabáknsins er u.þ.b. 275 km og það skiptist í marga fjallagarða.  Hinn mesti þeirra er Risafjöll (Riesengebirge), sem gnæfir um miðju í 1280 m hæð.  Hæsti tindur þeirra er Snezka (1603m).  Meðal minni og lægri fjallgarða eru Lusatia og Jeseniky.  Hlíðar, dalir og fjallsrætur Súdetafjalla eru ríkulega vaxnar furuskógum.  Þar eru einnig góð beitlönd og land til ræktunar auk kola og járns í jörðu.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM