Talið
er, að slavneskir þjóðflokkar frá Visnulægðinni hafi setzt að á
svæðum, sem nú heita Bæheimur, Moravía og Silesia.
Tékkar stofnuðu konungsríkið Bæheim, sem réði yfir Moravíu
frá 10. til 16. aldar. Einn
kónganna, Karl IV, heilagur rómanskur keisari, gerði Prag að höfuðborg
ríkisins og miðstöð latneskrar menningar.
Hússítahreyfingin, sem Jan Hus stofnaði (1369?-1419), tengdi
slava siðbótinni og var vakning fyrir tékkneska þjóðernishyggju.
Habsborgarinn Ferdinand I tók við völdum 1526.
Tékkar gerðu uppreisn 1618 og ollu þannig upphafinu að 30 ára
stríðinu. Þeir biðu ósigur
1620 og urðu hluti af austurríska keisaradæminu næstu þrjár
aldirnar. Þeir komust ekki undan yfirráðum Habsborgara fyrr en að
fyrri heimsstyrjöldinni lokinni, en þá hrundi austurrísk-ungverska
keisaradæmið. Lýst var
yfir sameiningu tékkneskra og slóvakskra landsvæða í Prag 14. nóv.
1918.
Í
marz 1939 hernámu Þjóðverjar Tékkóslóvakíu og Bæheimur og Moravía
urðu þýzk verndarsvæði alla síðari heimsstyrjöldina.
Ríkisstjórn landsins kom aftur í apríl 1945 og hin gömlu
landamæri ríkisins voru staðfest.
Í kosningunum 1946 náðu kommúnistar meirihluta og árið 1948
komust þeir til valda. Þá
var landið gert að alþýðulýðveldi að sovézkri fyrirmynd.
Tæplega 42 ára stjórn kommúnista lauk, þegar Vaclav Havel,
mikils metinn rithöfundur og stjórnarandstæðingur, var kjörinn
forseti landsins 1989. Endurvakningu
lýðræðisins var tekið með fögnuði í núverandi Tékklandi, en
í Slóvakíu fæddist öflug þjóðernisleg hreyfing, sem varð
fullvaxta 1991með kröfunni um sjálfstæði Slóvakíu.
Niðurstöður kosninganna 1992 urðu til þess að Tékkóslóvakíu
var skipt í tvö frjáls og fullvalda lýðveldi, Tékkland og Slóvakíu
1. jan. 1993. Tékkland varð
meðlimur í NATO í marz 1999. Næstu markmið landsins er að efla alþjóðleg sambönd og
verða aðili að Efnahagsbandalagi Evrópu. |