Olomouc (Olmuetz) er borg viđ
ána Móróvu í Severomoravský, Norđur-Móróvíu, í grennd viđ
Brno í Tékklandi. Hún er
miđstöđ verzlunar og iđnađar (járn- og stálver, brugg og
saltvinnsla) í landbúnađarhérađi, ţar sem lögđ er áherzla á
framleiđslu mjólkurafurđa og rćktun byggs.
Ţarna er framleitt reykt kjöt, malt, sykur, súkkulađi og annađ
sćlgćti, sement og vélbúnađur. Olomouc er söguleg borg í Móróvíu, sem státar af
Palacký-háskólanum (1576), 12. aldar dómkirkju hl. Veneceslás,
13. aldar ráđhúsi, Erkibiskupshöll, nokkrum ţekktum gosbrunnum og
öđrum barokhúsum frá 16. og 17. öld. Borgin var stofnuđ áriđ 1050 og varđ sameiginlegur höfuđstađur
Móróvíu međ Brno til 1640 og síđan til skiptis. Áriđ 1242 voru mongólar sigrađir á ţessum slóđum og
Svíar lögđu borgina í eyđi í Ţrjátíuárastríđinu (1642).
Mikilvćgir samningar tengdir breytingum á landamćrum í Evrópu
voru undirritađir í Olomouc áriđ 1478 og 1850.
Áćtlađur íbúafjöldi 1991 var tćplega 107 ţúsund. |