Brno Tékkland,
Flag of Czech Republic


Markaðstorgið.


BRNO
TÉKKLAND
.

.

Utanríkisrnt.

Brno er höfuðborg Jihomoravský-héraðs (Suður-Móravíu) við ármót Svitava- og Svratka-ánna í suðaustanverðu Tékklandi.  Hún er miðstöð ullariðnaðar í landinu og framleiðir vefnaðarvörur, tölvur, vopn, efnavörur, sápu og bjór.  Kolanám og landbúnaður eru aðalatvinnuvegir umhverfis borgina.  J.E.P.-háskólinn var stofnaður 1919.  Landbúnaðarháskóli er einnig rekinn í borginni.  Áhugavert er að skoða dómkirkju Hl. Péturs og Páls (15. öld), ráðhúsið (16. öld) og Landhaus (19. öld).  Brno var stofnuð á 9. öld og varð frjáls borg í Hinu heilaga rómverska keisaradæmi 1278.  Hún var rammlega víggirt og oft vettvangur vopnaskaks, einkum í Þrjátíuárastríðinu (1618-48) og Napóleonstríðunum (1799-1815).  Slavkov (Austerlitz), þar sem Napóleon vann frækinn sigur, er í grenndinni.  Áður en Austurríki-Ungverjaland beið ósigur í fyrri heimsstyrjöldinni var borgin höfuðstaður krúnulandsins Móravíu.  Árið 1918, þegar Tékkóslóvakía fékk sjálfstæði, fékk Brno sama hlutverk en Silesía bættist við.  Á árunum 1939-45 var hún höfuðstaður þýzka verndarsvæðisins Móravíu og loks náði höfuðstaðarhlutverkið einnig yfir nýstofnaða héraðið Jihomoravský árið 1960.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1991 var 388 þúsund.

Mynd:  Svobody Namesti-torg.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM