Västerås
er höfuðborg lénsins Västmanland vestan Stokkhólms við mynni Svartár
við Mälervatn í miðausturhlutanum.
Þar er stærsta innhöfn landsins og miðstöð rafiðnaðar.
Borgin hét áður Árós og síðar Vestri –Árós og var þá
markaðsborg og biskupsetur í upphafi miðalda.
Á miðöldum var hún líka mikilvægur útflutningsstaður
fyrir járn og kopar frá Bergslagennámusvæðinu.
Þjóðþing
voru haldin þar nokkrum sinnum, þ.m.t. siðbótarþingið 1527 og
1544, þegar Vasaættinni
var tryggð erfðafesta konungsdæmisins. Í gotnesku dómkirkjunni liggja jarðneskar leifar Eiríks
XIV. Kastali frá 12. öld
stendur við Svartá. Þar
er nú safn. Áætlaður íbúafjöldi árið 1992 var 120 þúsund.
Västerås er vinabær Akureyrar. |