Örebro Svíþjóð,
Sweden: Flag


ÖREBRO
SVÍÞJÓÐ

.

.

Utanríkisrnt.

Expedia.com 

Örebro er höfuðborg Örebroléns við Svartá, þar sem hún fellur í Hjalmarvatn í miðsuðurhlutanum.  Hún er meðal elztu borga landsins og var þegar verzlunarstaður á 13. öld og mikilvægur hlekkur í sögu landsins.  Þar bjó Engelbrekt Engelbrektsson, forsprakki uppreisnarinnar gegn Dönum 1434 og þar fæddust Olaus og Laurentius Petri, 16. aldar siðbótarmenn..  Meðal merkra þinga, sem voru haldin í borginni var þingið árið 1810, þegar franski hershöfðinginn Jean Bernadotte var kjörinn erfingi sænsku krúnunnar sem Karl XIV John.

Örebro var að mestu endurbyggð eftir mikinn eldsvoða árið 1854 og hefur nútímalegt yfirbragð.  Sögulegar byggingar eins og 16. aldar endurreisnarkastali á eyju í ánni, að hluta safn og líka bústaður lénsstjórans, 13. aldar gotnesk kirkja og 15. aldar Konungshús, sem er beztvarðveitta timburhúsið í Svíþjóð, standa enn þá og eru skoðunarverðar.  Örebroháskóli (1970) er tengdur háskólanum í Uppsala.  Þarna er líka skóli fyrir opinbera starfsmenn, sem var stofnaður 1967.  Borgin er kunn fyrir framleiðslu skófatnaðar og kex.  Járnbrautarsamgöngur og samgöngur á vatni eru góðar og utan borgarinnar skerast þjóðvegir.  Áætaður íbúafjöldi árið 1990 var 120 þúsund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM