Norrköping Svíþjóð,
Sweden: Flag


NORRKÖPING
SVÍÞJÓÐ

.

.

Utanríkisrnt.

 

 

Norrköping er hafnarborg í Austurgotlandi við Motalaána suðvestan Stokkhólms.  Hellaristur frá síðari hluta bronzaldar fundust á þessu svæði.  Borgin var stofnuð árið 1350 og fékk leyfisbréf 1384.  Enn þá standa miðaldakirkjur í Östra Eneby og Tingstad.  Fjöldi eldsvoða, einna mest árið 1719 í Norðurlandsstríðinu, ollu miklum skaða, en rýmdu jafnframt fyrir nútímabyggingum og skipulagi borgarinnar.  Fossar Motalaárinnar voru virkjaðir fyrir vefnaðariðnaðinn, sem sem var aðalatvinnuvegur borgarinnar á tímabilinu 1660-1950.

Frá miðri 20. öld hefur byggzt upp nákvæmnisiðnaður.  Lindöskurðurinn, sem var lokið við 1961, veitir skipum með 9 m ristu aðgang að höfninni.  Borgin er samgöngumiðstöð milli Stokkhólms og suður- og vesturhluta landsins og lítið eitt utan hennar er flugvöllur.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1993 var 121 þúsund.

Norrköping er vinabær Kópavogs


 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM