Linköping Svíþjóð,
Sweden: Flag


LINKÖPING
SVÍÞJÓÐ

.

.

Utanríkisrnt.

 

Expedia.com 

Linköping er höfuðborg Austurgotlands nærri mynni Stangarár við Roxvatnið í suðausturhlutanum.  Þetta svæði hefur verið byggt fólki allt frá bronzöld.  Á miðöldum reis þarna mikilvægur verzlunarstaður, sem varð að miðstöð menningar og trúar, þótt Uppsala og Lundur stæðu framar á þeim sviðum.  Á dögum Gústafs Vasa voru haldin þar mörg mikilvæg ríkisþing.  Árið 1598 var framgangur lúterstrúarinnar og seta Vasaættarinnar á konungstóli tryggð í orrustunni gegn Sigismund III Vasa við Linköping.  Tveimur árum síðar voru fjórir af liðsmönnum Sigismund hálshöggnir á Stóratorgi í Linköping.  Þessi atburður var síðar kallaður „fjöldamorðin í Linköping”.  Fremur fór að halla undan fæti fyrir borginni eftir mikinn bruna árið 1700.

Iðnþróun hófst í Linköping þegar Göta- og Kindaskurðirnir voru opnaðir og járnbrautin milli Stokkhólms og Malmö hóf ferðir.  Borgin er nú mikilvæg samgöngumiðstöð og þar starfa stórar verskmiðjur, sem framleiða flugvélar, flutningabíla og fólksbíla.  Háskólinn var stofnaður 1970 og starfar með Stokkhólmsháskóla.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1989 var 120 þúsund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM