Suriname tölfræði hagtölur,
Flag of Suriname


SURIMAME
HAGTÖLUR

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Opinbert nafn landsins er Repugliek Suriname.  Þar er fjölflokka þing í einni deild (51).  Forsetinn er æðsti maður ríkisins og forsætisráðherra.  Höfuðborgin er Paramaribo.  Opinbert tungumál er flæmska.  Opinber trúarbrögð eru engin.  Gjaldmiðillin er súrinamskt gyllini = 100 sent.

Íbúafjöldi 1998 var 418 þúsund (2,6 manns á km²; 51% í þéttbýli; 49,54% karlar).

Aldurskipting 1995:  15 ára og yngri, 15,35%; 15-29 ára, 29,7%; 30-44 ára, 19%; 45-59 ára, 8,8%; 60-74 ára, 5,9%; 75 ára og eldri, 1,4%.

Áætlaður íbúafjöldi 2010:  443 þúsund.

Tvöföldunartími:  47 ár.

Þjóðerni 1991:  Kreólar 35%; Indó-Pakistanar 33%; Javabúar 16%; negrar 10%; indíánar 3%; aðrir 3%.

Trúarbrögð 1995:  Hindu 27,4%; rómversk-katólskir 21%; múslimar 19,6%; mótmælendur (aðallega hússítar) 16,4%; aðrir 15,6%.

Helztu borgir 1980:  Paramaribo, Nieuw Nickerie, Meerzorg, Marienburg.

Fæðingatíðni miðuð við hverja 1000 íbúa 1995:  21,5 (heimsmeðaltal 25).

Dánartíðni miðuð við hverja 1000 íbúa 1995:  6,6 (heimsmeðaltal 9,3).

Náttúruleg fjölgun miðuð við hverja 1000 íbúa 1995:  18,9 (heimsmeðaltal 15,7).

Frjósemi miðuð við hverja kynþroska konu 1997:  2,6.

Hjónabandstíðni miðuð við hverja 1000 íbúa 1991:  4,9.

Skilnaðatíðni miðuð við hverja 1000 íbúa 1991:  2,5.

Lífslíkur frá fæðingu 1990-95:  Karlar 67,8 ár, konur 72,8 ár.

Verg þjóðarframleiðsla 1996:  US$ 433.000.000.- (1.000.- á mann).

Erlendar skuldir 1996:  US$ 216.500.000.-.

Vinnuafl 1994:  98.240 (24,3% landamanna).  Atvinnuleysi 11,3%.

Ferðaþjónusta 1995:  Tekjur US$ 14.000.000.-.  Gjöld US$ 3.000.000.-.

Innflutningur 1994:  US$ 350.200.000.- (eldsneyti og olíuvörur 18,2%; vélbúnaður og farartæki 13,3%; matvæli og lifandi húsdýr 7,3%; heimilistæki 4,2%).  Aðalviðskiptalönd eru BNA 39,8%, Holland 24,1%, Trinidad og Tobago 11,2%, Japan 3,3%, Brasilía 3%.

Útflutningur 1994:  US$ 339.800.000.- (súrál 63,6%; rækjur og fiskur 9,7%; hrísgrjón 9,6%; ál 9,3%; olía 3%; bananar 2,9%).  Aðalviðskiptalönd er Noregur 32,6%, Holland 26,9%, BNA 13,1%, Japan 6,6%, Brasilía 6,3%, Frakkland 2,9%.

Samgöngur.  Járnbrautir 1991:  301 km.  Vegakerfið 1995:  4470 km (26% með slitlagi).  Farartæki 1995:  Fólksbílar:  44.300, rútur og vörubílar 17.050.  Kaupskipafloti 1992:  24 skip stærri en 100 brúttólestir.  Flugvellir með áætlunarflugi 1997:  3.

Menntun og heilbrigðismál.  Læsi 1995:  15 ára og eldri 93%, karlar 95,1%, konur 91%.  Einn læknir fyrir hverja 1222 íbúa 1990.  Eitt sjúkrarúm fyrir hvera 212 íbúa 1989.  Barnadauði miðaður við hver 1000 lifandi fædd börn 1994:  27,9.

Næring 1995:  Dagleg næring á mann 2556 kalóríur (grænmeti 87%), sem er 113% af viðmiðun FAO.

Hermál.  Fjöldi hermanna 1997:  1800 (landher 77,8%, sjóher 13,3%, flugher 8,9%).  Útgjöld vegna hermála miðuð við verga þjóðarframleiðslu:  3% (heimsmeðaltal 2,8%; US$ 90.- á mann).

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM