Paramaribo
er stærsta borgin, mesta hafnarborgin og höfuðborg Suriname (holl.:
Guiana).
Hún er við Suriname-ána, 15 km frá Atlantshafi.
Þarna stóð upphaflega indíánabyggð, sem Frakkar lögðu
undir sig 1640, og síðar settust Englendingar þar að 1651 undir
forystu Lord Willoughby af Parham.
Árið 1667 var Paramaribo ein byggðanna, sem Hollendingar fengu
í sinn hlut við samningana í Breda.
Þar með hófust næstum óslitin yfirráð Hollendinga, sem
Englendingar rufu tvisvar, 1799-1802 og 1804-15.
Eftir síðari heimsstyrjöldina óx borgin verulega vegna
vaxandi ferðaþjónustu og iðnaðar (málning, smjörlíki, sement, hrísbjór).
Borgin
stendur á malarrifi 5 m ofan árinnar á fjöru.
Sandrif takmarkar aðgang skipa að borginni, því að dýpið
er aðeins 6 m.
Mestur hluti hollensku húsanna og skurðakerfis borgarinnar er
enn þá fyrir hendi.
Í borginni er Suriname-safnið, stórt bókasafn, stór grasagarður,
rannsóknarstöð landsins (1965) og læknaskólinn (1969).
Sautjándu aldar virkið Zeelandia er í grenndinni.
Millilandaflugvöllur er 40 km sunnan borgarinnar og hún í bærilegu
vegasambandi.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1986 var 78 þúsund. |