Suriname íbúarnir,
Flag of Suriname


SURINAME
 ÍBÚARNIR

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Næstum 80% íbúa landsins búa í Paramaribo og umhverfi.  Þar eru dreifðir byggðakjarnar eins og Nieuw Nickerie nærri landamærum Guyana, Albina í norðaustri við landamæri Frönsku Gíana, Moengo í miðju báxítnámuhéraði í norðausturhlutanum og Paranam á öðru báxítnámusvæði við Suriname-ána sunnan Paramaribo.  Inni í landi búa næstum eingöngu afkomendur svartra þræla, sem flúðu frá eigendum sínum og indíánar.  Sum indíánaþorpanna eru á strandsléttunni og hirðingjar halda sig meðfram brasilísku landamærunum í suðri.

Austurindverjar (hindustanar) eru afkomendur verkamanna frá Indlandi og stærsti þjóðfélagshópur landsins, u.þ.b þriðjungur íbúanna.  Næststærsti hópurinn er kreólar, kynblendingar negra og Evrópumanna, næstum þriðjungur.  Afkomendur verkamanna frá Java eru 14%, negrar inni í landi tæplega 10% og indíánar í kringum 3%.  Minni hópar eru m.a. kínverjar, gyðingar, Líbanar, Portúgalar, Hollendingar, kreólar frá Vestur-Indíúm og Norðurameríkanar.

Hollenzka er opinber tunga landsins en mismunandi stór hluti hinna mismunandi þjóðernishópa hefur vald á henni.  Flestir íbúanna læra hollenzku sem annað tungumál.  Enska er töluð víðast hvar í landinu.  Meðal annarra tungumála er sranan (taki-taki) og öllur kreólamál.  Samnami á uppruna sinn í hindi og urdu.  Einnig er talað tungumál Javabúa og nokkrar indíánamállýzkur.

Aðaltrúarbrögð landsmanna er kristni, sem Evrópubúar þvinguðu indíánana til að taka.  Í kringum þriðjungur kreólanna er mótmælendur og annar þriðjungur katólskur.  Austurindverjarnir eru að mestu hinditrúar.  Flestir Javabúanna og lítill hluti Austurindverjanna eru múslimar.  Gyðingatrú hefur verið játuð í landinu síðan snemma á 16. öld.  Margir kínverjanna stunda heimspeki Konfúsíusar.  Afrísk og upprunaleg trú indíánanna er víða iðkuð.

Náttúruleg fjölgun íbúanna er talsvert mikil  Dregið hefur úr fæðinga- og dánartíðni eftir 1960.  Í kringum 40% íbúanna eru yngri en 15 ára og 75% yngri en 30 ára.  Eftir 1973, þegar lýst var yfir sjálfstæði landsins, fluttust margir til Hollands.  Árið 1980 hörðu nálega 30% landsmanna yfirgefið landið.  Margt þessa fólks var menntað fagfólk og verkamenn.

Skæruliðar í norðausturhluta landsins hertu sóknina 1986.  Þeir njóta stuðings innanlandsnegra.  Þjóðarherinn hefur farið í herfarir gegn þorpum þeirra og drepið fjölda þeirra og tekið höndum.  Þessar árásir hafa valdið miklum landflótta negra (a.m.k. 100.000) til Frönsku-Gíana.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM