Seoul sagan Suður Kórea,
Flag of Korea, South


SEOUL
SAGAN
SUÐUR KÓREA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Fyrstu heimildir um Seoul og umhverfi eru frá 1. öld f.Kr.  Á tímum fyrstu þriggja konungsdæmanna (57 f.Kr. – 668 e.Kr.), Silla, Koguryo og Paekche, var þetta svæði á mörkum þeirra.  Fyrri hluta þessa tímabils var það tengdara Kaekche-kongungsdæminu en hinum.  Sögulegar heimildir og Fornminjar gefa til kynna, að upprunaleg lega höfuðborgar Paekche, Wirvesong, hafi verið þar sem norðausturhluti Seoul er nú.  Skömmu síðar var höfuðborgin flutt suður fyrir Hanána, þar sem ýmsar rústir hafa verið grafnar upp (garðar, híbýli og grafhýsi).  Byggð fór ekki að myndast á borgarstæðinu fyrr en Munjong frá Koryo, konungur, byggði sumarhöll þar árið 1068.

Eftir að Seoul varð formlega höfuðborg Yi-ríkisins 1394 óx hún hratt.  Bygging Kyongbok-hallarinnar hófst 1392 og þar bjuggu Yi-konungarnir frá 1395-1592.  Borgarmúrarnir voru byggðir áður en þeir settust þar að.  Múrarnir voru illa byggðir, þannig að endurbygging þeirra fór fram árið 1422.  Toksu-höllin, sem var byggð síðla á 15. öld, var bústaður Yi-konunganna frá 1593 til 1611.  Ch’angdok-höllin, sem var byrjað að byggja árið 1405, var setur konunganna frá 1611-1872, þegar konungurinn flutti í endurbyggða Kyongbok-höllina.  Japanar brenndu hana til grunna árið 1592 og endurbygging hennar hófst ekki fyrr en 1867.  Allan þennan tíma var Seoul miðstöð lokaðs konungsríkis án teljandi sambands við umheiminn.  Þegar vestrænna áhrifa fór að gæta upp ur 1876, megnaði Yi-konungsættin ekki að verjast þeim og árið 1905 gerðu Japanar ríkið að verndarsvæði sínu.

Ári eftir að Japanar innlimuðu Kóreu (1910) var nafni borgarinnar breytt í Kyongsong og borgarmörkunum var breytt lítillega.  Borgin var miðstöð stjórnar Japana og þeir nýjasta tækniþekking þeirra ruddi sér til rums.  Vegir voru lagðir bundnu slitlagi, gömul hlið og múrar voru jöfnuð við jörðu, vestrænar byggingar risu og sporvagnar komu til sögunnar.

Að Japönum gengnum 1945 stjórnaði ríkisstjórn landsins borginni og árið 1962 fékk forsætisráðherrann öll völdin í henni.  Seoul eyðilagðist að mestu í Kóreustríðinu og úr rústunum reis einhver stærsta nútímaborg heimsins með háhýsum og hraðbrautum.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM