P’yongyang,
höfuðborg Norður-Kóreu, er við Taedong-ána í vesturhluta
landsins, skammt frá Gulahafi. Hún
er miðstöð viðskipta, iðnaðar, stjórnsýslu og menningar
landsins. Verksmiðjur
framleiða málm- og gúmmívörur, vefnaðarvörur, matvöru, vélbúnað,
byggingarefni, vopn og leirmuni. Eini
alþjóðaflugvöllur landsins er í grennd við borgina. Borgin hefur oft eyðzt í styrjöldum og oft verið
endurbyggð. Hún er velskipulögð og nútímaleg með fallegum skemmtigörðum og breiðum
götum og stórum íbúðablokkum.
Aðalháskóli landsins, Kim II Sung (1946), Kim Hyong-chick-háskólinn,
Kim Chaek-listaháskólinn, P’yongyang læknaskólinn, Vísindaháskólinn
(1952), Landsbókasafnið og P’yongyang-leikhúsið eru í borginni.
Enn standa leifar gömlu borgarmúranna og grafhvelfingar frá
fyrstu öld fyrir Kristsburð, búddahof, stór bronsstytta af vængjuðum
þjóðsagnahesti, Þjóðminja- og listasafnið eru skoðunarverð.
P’yongyang
er talin elzta borg Kóreu, líklega stofnuð árið 1122 f.Kr.
Síðar varð hún höfuðborg Koguryo-ættarinnar frá 427-668,
þegar kínverskur her lagði hana í rust.
Japanar réðu borginni 1592-93.
Kínverjar lögðu hana undir sig 1627 og brenndu hana til
grunna. Síðla á 19. öld
settust margir kristniboðar að í borginni. Japanar réðu landinu 1910-45 og kölluðu höfuðborgina
Heijo. Árið 1948 varð
borgin höfuðborg Norður-Kóreu.
Herir Sameinuðu þjóðanna lögðu hana undir sig árið 1950
en urðu að hörfa þaðan undan sókn kínverskra og kóreskra herja.
Borgin var byggð upp eftir 1953. |