Spćnska
ţjóđin er blanda innfćddra ţjóđflokka og ćttbálka Íberíuskagans og
ţeirra, sem lögđu hann undir sig síđar um skemmri eđa lengri tíma (Rómverjar,
svabar, vandalar, vísigotar og teftónar). Einnig má finna merki um
semíta. Nokkur svćđi á Spáni hafa haldiđ tungumála- og
menningarsérkennum sínum, s.s. baskar, sem eru rúmlega 2 miljónir og búa
ađallega virđ Biscayaflóa, Galisíumenn, sem búa í norđvesturhlutanum og
Katalóníumenn í norđaustur- og austurhlutunum. Spćnsku sígaunarnir,
Gitanos, eru af öđrum uppruna og lifa hirđingjalífi.
Spánn
skiptist í 50 sýslur í 17 sjálfstjórnarhéruđum: Andalúsíu, Aragón,
Astúrías, Baleareyjar, Baskaland, Kanaríeyjar, Kantabríu, Kastilíu-La
Mancha, Kastilíu León, Katalóníu, Estremadura, Galisíu, La Rioja,
Madrid, Murcia, Navarra og Valensíu. Helztu borgir: Madrid (höfuđborg),
Barcelona (ađalhafnarborgin) í Katalóníu, Valensía (iđnađarborg),
Sevilla (menningarmiđstöđ), Zaragoza (iđnađarborg) og Bilbao (hafnarborg).
Trúarbrögđ.
Rómversk-katólskir (97%). Landiđ skiptist í 11 borgar- og rúmlega 50
undirbiskupsdćmi. Samkvćmt stjórnarskránni frá 1978 er engin sérstök
ríkistrú á Spáni. Mörg önnur trúfélög starfa í landinu (mótmćlendur,
gyđingar, múslimar o.fl.
Tungumál.
Flestir Spánverjar tala kastilíska spćnsku. Auk ţessarar tungu er töluđ
baskneska (forindó-evrópskt tungumál), katalónska og galisíska.
Menntun.
Gullöld spćnskrar menntunar var á miđöldum, ţegar márar, kristnir og
gyđingar stofnuđu öflugar, sameinginlegar miđstöđvar ćđri menntunar í
Córdoba, Granada og Toledo. Salamanca-háskóli (1218) var fyrirmynd
háskóla í Latnesku-Ameríku frá 16. öld. Á 16. öldinni var
Allcalá-háskóli frćgur fyrir biblíuţýđingar. Hann var stofnađur 1510 og
fluttist til Madrid og varđ borgarháskóli 1836. Međal merkra skólamanna
á ţessum tíma voru Juan de Huarte, frumkvöđull í notknun sálfrćđi viđ
menntun, heimspekingurinn Juan Luis Vives, sem túlkađi nýjar hugmyndir
um menntun, einkum kvenna, og heilagur Ignatius af Loyola, stofnandi
reglu jesúíta. Ađrir merkir frumkvöđlar á sviđum menntunar á 19. og 20.
öld voru Francisco Giner de los Rios, sem leitađi umbóta í ćđri menntun
og menntun kvenna, Francisco Ferrer Guardia, ţjóđernisfrćđarinn, sem
barđist fyrir endurbótum og lýđrćđislegri menntun, og heimspekingurinn
José Ortega y Gasset, sem ritađi um, ađ hlutverk háskóla hafi veriđ
túlkađ á mörgum tungumálum. Konunglega spćnska akademían (1713) og
Konunglega söguakademían (1738) eru kunnar fyrir útgáfu frćđirita.
Skólakerfiđ.
Frí skólaskylda gildir fyrir born á aldrinum 6 til 16 ára. Leikskólar
eru fyrir born á aldrinum 3 til 5 ára, barnaskólar (7-11) og
gagnfrćđaskóli (12-16; tveir tveggja ára áfangar). Vinnuskólar (1-2 ár),
undirbúningsskóli fyrir háskólanám (2 ár). Háskólanám er í ţremur
áföngum. Hinn fyrsti leiđir til BS réttinda (3 ár), annar (2-3 ár)
leiđir til MS réttinda og hinn ţriđji til doktorsprófs. Áriđ 1994-95
var u.ţ.b. ein miljón barna í leikskólum, u.ţ.b. 4 miljónir nemenda í
barnaskólum og 2,7 miljónir í gagnfrćđa-, vinnu- og tćkniskólum. Lćsi
er taliđ vera 96%. Áriđ 1994 voru 1.256.113 stúdentar innritađir í ćđri
skóla. Helztu háskólar landsins eru Madridháskóli, Fjöllistaskólinn í
Madrid (1971), Barcelonaháskóli (1450), Granadaháskóli (1526),
Salamancaháskóli, Sevillaháskóli og Valensíaháskóli. |