Ashgabat
(fyrrum Ashkhabad) er höfuðborg
Turkmenistan í suðvesturhluta landsins. Hún er í vin nærri Garagum-eyðimörkinni og írönsku
landamærunum. Hún er kunn
fyrir handofin teppi. Þr
er talsvert framleitt af gleri og vefnaðarvöru.
Borgin státar af vísindaakademíu, háskóla og listasafni.
Bærinn þróaðist í kringum rússneskt virki, sem var byggt árið
1881 við krossgötur úlfaldalesta.
Eftir
lagningu járnbrautarinnar að Kaspíahafi 1885 hófst uppgangur bæjarins.
Árið 1948 jafnaði jarðskjálfti borgina næstum við jörðu.
Hún var höfuðborg Sovétlýðvelisins á árunum 1924-91, þegar
landið varð sjálfstætt á ný.
Áætlaður íbúafjöldi 1993 var 517.000. |