Nafn
þings landsins, Supreme Soviet, er óbreytt frá Sovéttímanum. Það
starfar í einni deild með 230 þingmönnum. Forseti þess varð jafnframt
fyrsti þjóðhöfðingi landsins, þegar embætti forseta var lagt niður í
nóvember 1993. Forseti þingsins skipar forsætisráðherra.
Sósíalistaflokkurinn, fyrrum Kommúnistaflokkurinn, er í miklum
meirihluta. Flestir opinberir embættismenn og þingmenn eru fyrrum
kommúnistar. Landið er aðili að CIS (Commonwealth of Independent
States). |